Goðasteinn - 01.06.1983, Page 15
Mesta furða hvað hún leyndi á sér þessi litla bók. Að
ég gleymi svo ekki tveimur álímingarblöðum úr prent-
aðri sálmabók Magnúsar Stephensen. Peir Skálakotsfeðg-
ar Sighvatur og Einar höfðu guðfræði hennar í litlum
metum.
Handrit íslendingasagna
Sagnahandrit Sighvats í Skálakoti í byggðasafninu í
Skógum, gjöf Jóns Vigfússonar sumarið 1981, er 67 blöð,
brotið 18x14,5 sm. Það er að mestu skrifað með góðri
settleturshönd, fljótaskrift bregður fyrir á stöku stað.
Handritið er mjög meirt og þarfnast mikillar viðgerðar.
Það er til mestra muna stafheilt. Prjár sögur eru á hand-
ritinu: 1. Saga af Þorgilsi Orrabeinsfóstra og Flóamönn-
um. 2. Sagan af Jóni Svipdagssyni sem kallaðist Þjalar-
Jón, og Eiríki Vilhjálmssyni er nefndist hinn forvitni.
3. Fóstbræðra saga „útdregin sem nákvæmlegast orðið
hefur úr sögu Olafs kóngs Haraldssonar hins helga".
Flóamanna saga er byrjuð að skrifa 28. Janúari, enduð
10. Febrúari 1815. Þjalar-Jóns saga er skrifuð að Skála-
koti 3. Desember 1816. Fóstbræðra saga er enduð þann
21. Martí 1827 og Sighvatur skrifar að bókarlokum áður
notaðar hendingar:
Er hér sögunnar endi
laus af minni hendi.
Guð oss geymi fríður,
þakki heyrandi lýður.
Flóamanna saga og Þjalar-Jóns saga voru báðar óprent-
aðar 1816, Fóstbræða saga sérstök var fyrst prentuð 1822
úti í Kaupmannahöfn, en ekki hefur Sighvatur skrifað
eftir prentaða textanum. Helst lítur út fyrir að hann
Goðasteinn
13