Goðasteinn - 01.06.1983, Page 16
hafi haft fyrir sér handrit af sögu Ólafs Helga og skrifað
eftir því. Handrit Sighvats mun vart oft verða handleikið
við textarannsókn þessara þriggja rita sem á það eru
skráð en gott er að þetta eljuverk Skálakotsbóndans
skuli hafa haldist fram á þennan dag.
Handrit í Landsbókasafni
Góðri heilli hafa nokkur handrit Sighvats í Skálakoti
komist í handritasöfn Landsbókasafnsins og skulu þau
kynnt hér með hjálp handritaskrár — og kynnu þó fleiri
að vera: Handritið ÍB. 309, 4to, er væn sögu- og rímna-
bók, 402 bls. skrifuð af þeim hálfbræðrum Jóni Sighvats-
syni og Sighvati Einarssyni á seinni hluta 18. aldar. Hand-
ritið var bundið í tréspjöld og skinn, er það kom í hand-
ritasafn Bókmenntafélagsins, en upp úr bandi. Bók-
menntafélagið eða Landsbókasafnið hafa því miður látið
gamla bandið fara forgörðum svo sem mikil tíslca var í
söfnum nokkuð fram á þessa öld og með því kynni að
hafa einnig glatast nokkuð af sögu bókarinnar. Enginn
veit nú eftir hvaða leið handritið hefur borist Bókmennta-
félaginu. Letrið er að mestu fljótaskrift, elcki nema í
meðallagi áferðarfögur.
Fremst á handritinu eru Rímur af Herröði og Bósa
eftir Guðmund Bergþórsson, skrifaðar af Jóni Sighvats-
syni 1778. Nú líða 10 ár en 1788 skrifar Sighvatur á hand-
ritið Sögu af Vilmundi viðutan, Sögu af Ambólis kongi
og Rímur af Bertram eftir Guðmund Bergþórsson. Rímur
af Ferakut Bálandssyni eftir Guðmund Bergþórsson skrif-
ar Sighvatur 1793. Prjár sögur úr 1001 nótt skrifar Sig-
hvatur 1795: Sögu af Alíbaba og Morgíanu, Historíu af
Ameð kóngssyni og Paríbúna huldukonu, Sögu af Aladín
Mústafssyni. Enn bætist við efni: Tvær smásögur og Sag-
an af Cyro, keisara yfir Persía og Medía. Sögunni af Cyro
14
Goðasteinn