Goðasteinn - 01.06.1983, Page 17
er lokið 1798 og hefur handritið eftir því orðið til á 20
árum.
Skrifaravísur lífga lesmálið á stöku stað. Við lok Am-
balessögu er þessi vísa:
Ambóblis sögu enda ég hér,
er ég í fingrum lúinn.
Betra seint en aldrei er
sá einhvörn tíma er búinn.
Við niðurlag Ferakutsrímna er skrifað:
Með stysta hætti stílað er,
stund er naum en blaðið þver.
Ekla pappírs er hjá mér.
Ætíð sælir verið þér.
Endað að skrifa að Skálakoti 19da Júní 1793 af S. E.
Veit ég, hvar af virðum sést,
verður ei til logið,
opið, hripað, klórað, klesst,
krókótt, skakkt og bogið.
Að bókarlokum, undir Sögu af Cyro keisara, skrifar Sig-
hvatur:
Og endast hér so þessi saga.
Guð gefi oss vel af heimi að fara,
so vér hjá Cristo lendum
nær vér lífið endum.
Margt má læra, so hef ég sagt,
af sögunum fyrri manna,
um list frábæra og lyndið spakt,
líka um skæra Herrans makt.
Gobasteinn
15