Goðasteinn - 01.06.1983, Qupperneq 18
Guðs vors gæskan blíða
góð oss virðist blessa
og leiða á lífsins stað.
Jón Sigurðsson forseti nefnir handritið JS. 101, 8vo í
safni sínu Skálakver. Þetta er þó aðeins kver ef miðað
er við brot en ekki þykkt því handritið er 548 blaðsíður.
Nafnið Skálakver leiðir líkur að því að bókin sé komin
í hendur Jóni úr safni Einars Sighvatssonar, væntanlega
um hendur Sighvats Árnasonar í Eyvindarholti eða Jóns
Borgfirðings. Handritið er skrifað á löngum tíma, árun-
um 1777—1792. Það virðist allt vera skrifað af Sighvati í
Skálakoti og ætti hann þá að hafa byrjað verkið 17 ára
gamall. Við niðurlag á Sögu af Eigle Einhenta sést að
lokið er að skrifa 19. desember 1779 af S. E. S. Bókin
vitnar sjálf um eiganda: „Sighvatur Einarsson á bók
þessa".
Á handritinu eru Rolands rímur Þórðar á Strjúgi, Saga
Ásmundar víkings, upphaf sögu Kára Kárasonar og end-
irinn, rímur Kára Kárasonar, Saga af Egli einhenta og
margt kvæða og vísna, sumt meðallagi snyrtilegt svo sem
beinakerlingarvísa Herra Steins Hólabiskups. Handritið
er bundið inn í gott skinnband og er að öllu mesta mæt-
isbók.
Handritið JS. 223, 8vo, er skrifað af Sighvati í Skála-
koti árið 1829 og er enn eign hans 1831. Þarna eru skráð
kvæði margra skálda, leikra og lærðra, stuttar rímur,
hvalaritgerð Jóns lærða, Árnaskjal, Krukksspá, Æfintýr
af Skébba, Af einum skraddara, Saga af Hákoni hinum
norræna og er þá ekki allt talið. Handritið er rúmar 250
blaðsíður og er í góðu skinnbandi. Ógetið er þess í hand-
ritaskrá Páls Eggerts Ólasonar að á síðustu örk handrits-
ins er skráð ritgerðin: Hvað er Confirmation? og ritari
tilgreindur Þorvaldur Sighvatsson. Þetta er Þorvaldur
hálfbróðir Sighvats, bóndi á Fornusöndum undir Eyja-
16
Goðasteinn