Goðasteinn - 01.06.1983, Page 23
ASS." Greinilegt er því að handritið hefur til orðið á
tveimur árum. Ekki fer á milli mála að fangamarkið ASS
bendir til Árna Sveinssonar á Ysta-Skála undir Eyjafjöll-
um föður Sighvats í Eyvindarholti. Hann var fæddur 1780
og dó 1853, mikill mætismaður og alltaf í betri bænda
röð. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður áleit að fanga-
markið ASS vísaði til skrifarans en handritið ÍBR 37,
8vo, sker úr um það að hann hlýtur að vera Sighvatur
í Skálakoti. Árni á Skála hefur fengið hann til verksins
og Sighvatur hefur setið yfir því að skrifa það úti á Ysta-
Skála að meira eða minna leyti. Bergur Einarsson sútari
var sonarsonur Einars Sighvatssonar og líklega hefur
Einar fengið handritið frá Jórunni systur sinni, ekkju
Árna á Skála.
Mikill bænaforði er í þessari bænabók Sighvats Ein-
arssonar. Par eru m. a. Lasseni Vikubænir útlagðar úr
þýsku af Steini Jónssyni biskupi, Vikubænir séra Jóns
Hjaltalín, bænir séra Sigurðar Jónssonar í Holti, bænir
Johan Avenario, bænir séra Jóns Vigfússonar í Skarði,
Kvöldbænir Jóns Teitssonar biskups. Sálmar eru þarna
eftir Benedikt Beck sýslumann. Á næst öftustu síðu hand-
ritsins er skráð grafskrift Páls Guðmundssonar bónda á
Keldum, d. 1828.
Handritið Pjms. 8509 er framar öllu skartbók. Pað er
allt skrifað með settletri og upphafsstafir margir veg-
lega lýstir og flúraðir. Lýstir, vel dregnir bókahnútar eru
milli bænaflokka.
í svipinn þekki ég aðeins þessi tvö skrauthandrit Sig-
hvats í Skálakoti. Pau setja hann á belck með bestu skrif-
urum landsins um aldamótin 1800. Hátt hefði mátt meta
þau í álnum og aurum miðað við vinnutíma og listina
sem í þau var lögð.
Goðasíeinn
21