Goðasteinn - 01.06.1983, Page 34
finning höfundar taki völdin. Heima í Vallatúni var vel
geymd grafskriftin sem Einar hafði samið um elskaða
fósturdóttur sína og ömmusystur mína Vilborgu Tómas-
dóttur og mér var það hugstætt að þar voru henni með
öðrum dyggðum góðum eignuð fegurðar tilfinning og
fróðleiks elska.
Sendibréf
Handrit Sighvats í Skálakoti tala skýru máli um það
hver not mátti hafa af gömlu sendibréfi, sem búið var
að skila erindi sínu til viðtakanda. Handrit og prentaðar
bækur þurfti að setja í vænt og endingargott band. Bók-
bindarinn notaði oftast heimafengið sauðskinn í kápu
utan um bókarspjöldin, aflóga sendibréf, skjöl og skrár
í saurblöð og til álíminga, óskrifaður pappír var yfirleitt
of dýrmætur til þeirra nota hjá alþýðu manna. Lygilegt
en þó satt, þetta hefur borgið mörgu gömlu sendibréfi
fram á þennan dag!
Sendibréf speglar marga hluti frá liðnum tíma, hugs-
unarhátt, mál, stíl, fréttir og sögu. Sagnfræðingar sækja
til sendibréfa ekki þýðingarminnsta þáttinn í heimilda-
söfnun. Geymd þeirra er því mikilsverð. Enn eru sendi-
bréf að koma í leitir við það að skipt er um band á göml-
um bókum. Fyrir skömmu fékk ég í hendur sendibréf
skrifað af Jóni Vídalín í Suður-Múlasýslu í byrjun 19.
aldar. Viðtakandinn var handritasafnarinn frægi, Mála-
Davíð, og skrifað var um handrit og leitað eftir því að
fá handrit sem lægju eftir Sigurð gamla landskrifara á
Hnappavöllum. Mála-Davíð hafði notað bréfið til bók-
bands.
Enginn vafi leikur á því að Einar Sighvatsson hefur
fengið mesta fjölda af sendibréfum um ævina og skrifað
sambærilega annað eins af bréfum. Nú sér allra þeirra
32
Goðasteinn