Goðasteinn - 01.06.1983, Page 37
Pórður Tómasson:
Hugsað á ári aldraðra
Ættfræði
Ég hefði átt fremur auðvelt með að verða það sem
nefnt er ættfræðingur. Nöfn manna gátu fest sig í minni
mínu í óslitinni röð ættar langt aftur í tímann. Ætt mína
get ég rakið í þó nokkrum kvíslum eftir minninu einu
langt aftur í aldir. Gamlar ættartölur gat ég í eina tíð
lesið líkt og skemmtisögur. Heilbrigð skynsemi, að ég
vona, sagði mér þó að þetta væri að kasta tímanum á
glæ, önnur þýðingarmeiri fræði kallaði mig til liðs við
sig. Hvarvetna var gamalt fólk með meiri eða minni fróð-
leik um deyjandi þjóðmenningu og horfna atvinnuhætti,
hann var í meiri hættu með að gleymast og týnast en
mannfræðibækur í skjalasöfnum landsins. Ættfræðin
varð því hjá mér eins og hornreka en enginn sem fjalla
vill um forna tíð kemst þó hjá því að fara margsinnis á
fund hennar. Ættfræðin hefur orðið íslendingum móðir
sagnfræðinnar, hún var eitt að því fyrsta sem hér var
skráð á þjóðtungu og merkasta sagnfræðirit þjóðarinnar,
Landnámabók, er að allri uppistöðu ættfræði. Kynni mín
af gömlu fólki hafa margsannað mér að auðvelt var hverj-
um sæmilega greindum manni fyrri tíðar að hafa á reið-
urn höndum ættfræðirakningu sína í fimmta og sjötta
lið. í æsku minni lét fjöldi fólks sig það miklu varða af
hvaða bergi það var brotið og ættingjar, jafnvel talsvert
fjarskyldir, komu manni mun meira við en óskylt fólk.
Ættarstolt og ættrækni hafa fjarað út á síðustu áratug-
Goðasteinn
35