Goðasteinn - 01.06.1983, Page 39

Goðasteinn - 01.06.1983, Page 39
ég nú viljað eiga svosem 10 ár með honum í viðbót. Ekki hugfesti ég margt af því sem þessi vitri og fróði maður sagði frá horfinni öld. Við bræðurnir gengum með hon- um allt inn á Sléttur í Holtsheiði og lærðum af honum að þekkja þar kennileiti. Hann einn nefndi mér Laus- höfuð í heiðinni og þá lærði ég að þekkja Hestatorfu, Hestatorfuhausa og Votupalla. Aldrei lít ég svo inn til Hestatorfu að ég sé ekki leiður yfir því að hún skuli vera komin á vonarvöl, blásin á allar hliðar. Undir Svart- hömrum hugfesti ég reyniviðarhrísluna í klungururð og vissi að hún var helgur viður og mikillar náttúru. Tvö börn hennar vaxa nú hér undir húsveggjunum hjá mér í Skógum. Framan undir Klifinu sýndi Sveinn okkur lækningalindina sem bætti margra mein þar til synir Kristínar Gísladóttur í Gerðakoti svívirtu hana, en síðan voru liðin meira en 200 ár. Gamla Holtsheiðarréttin var óröskuð vestan í Holts- núpi á þessari fyrstu heiðargöngu minni. Sveinn sagði að dalverpið sem hún stóð í héti Njóldalur. Par átti ég oft eftir að snúast í kringum óþægar rollur á smala- dögum. Enn er mér í minni þegar Jósef í Ormskoti var að skora þar réttargrindina með vasahníf sínum við hvert lamb sem hann markaði. Litla dilkinn neðan við réttina nefndi ég Sveinsdilk, enda hélt Sveinn honum við og notaði hann einn manna. Uppi yfir réttinni voru Húðar- ból og Reiðingsból, bæði notuð í samræmi við nöfn af föður mínum og Jósef í Onnskoti. Við bar að fiskur var hertur uppi í Reiðingsbóli. í Hlaupinu framan við Hjallaleitið hafði Sveinn átt fjárhús sín. Síðasti bóndinn í Eitru vestan við Njóladal, Hannes Jónsson, hafði áður átt þar fjárhús og því var þetta nefnt uppi í Hannesarhúsum. Stórhrap úr Holts- núpi braut niður fjárhús Sveins löngu fyrir mína tíð. Sveinn var það sem nefnt var húsmaður hjá foreldrum mínum og átti sér fjárbú og einn hest. Heygarðurinn hans var uppi á bæjarhólnum framan við bæinn, kekkja- Goðasteinn 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.