Goðasteinn - 01.06.1983, Page 39
ég nú viljað eiga svosem 10 ár með honum í viðbót. Ekki
hugfesti ég margt af því sem þessi vitri og fróði maður
sagði frá horfinni öld. Við bræðurnir gengum með hon-
um allt inn á Sléttur í Holtsheiði og lærðum af honum
að þekkja þar kennileiti. Hann einn nefndi mér Laus-
höfuð í heiðinni og þá lærði ég að þekkja Hestatorfu,
Hestatorfuhausa og Votupalla. Aldrei lít ég svo inn til
Hestatorfu að ég sé ekki leiður yfir því að hún skuli
vera komin á vonarvöl, blásin á allar hliðar. Undir Svart-
hömrum hugfesti ég reyniviðarhrísluna í klungururð og
vissi að hún var helgur viður og mikillar náttúru. Tvö
börn hennar vaxa nú hér undir húsveggjunum hjá mér
í Skógum. Framan undir Klifinu sýndi Sveinn okkur
lækningalindina sem bætti margra mein þar til synir
Kristínar Gísladóttur í Gerðakoti svívirtu hana, en síðan
voru liðin meira en 200 ár.
Gamla Holtsheiðarréttin var óröskuð vestan í Holts-
núpi á þessari fyrstu heiðargöngu minni. Sveinn sagði
að dalverpið sem hún stóð í héti Njóldalur. Par átti
ég oft eftir að snúast í kringum óþægar rollur á smala-
dögum. Enn er mér í minni þegar Jósef í Ormskoti var
að skora þar réttargrindina með vasahníf sínum við hvert
lamb sem hann markaði. Litla dilkinn neðan við réttina
nefndi ég Sveinsdilk, enda hélt Sveinn honum við og
notaði hann einn manna. Uppi yfir réttinni voru Húðar-
ból og Reiðingsból, bæði notuð í samræmi við nöfn af
föður mínum og Jósef í Onnskoti. Við bar að fiskur var
hertur uppi í Reiðingsbóli.
í Hlaupinu framan við Hjallaleitið hafði Sveinn átt
fjárhús sín. Síðasti bóndinn í Eitru vestan við Njóladal,
Hannes Jónsson, hafði áður átt þar fjárhús og því var
þetta nefnt uppi í Hannesarhúsum. Stórhrap úr Holts-
núpi braut niður fjárhús Sveins löngu fyrir mína tíð.
Sveinn var það sem nefnt var húsmaður hjá foreldrum
mínum og átti sér fjárbú og einn hest. Heygarðurinn
hans var uppi á bæjarhólnum framan við bæinn, kekkja-
Goðasteinn
37