Goðasteinn - 01.06.1983, Page 42
Þóranna var ekki svifasein við að vinna gestum sín-
um góðan beina og tíminn var fljótur að líða. Litlu eftir
ljósaskiptin héldum við heim. I sömu svifum riðu gestir
að garði, fólk utan af Mýrabæjum, eins og við komið til
þess að sjá rismál rafmagnsaldar í sveitinni.
Mér er hún enn glögg í minni þessi rökkurstund. Við
gengum fyrst fram gamla Holtsárgarðinn fyrir ofan prests-
setrið í Holti. Parna hafði Sveinn gengið margsinnis um
í björtu og dimmu. Oft fór hann erindislaus upp að
Moldnúpi til að hressa hugann og Jón Eyjólfsson var
vanur að ganga með honum fram úr Holtsoddum til að
stytta götuna. Einu sinni bar út af því, Jón var ekki
viðlátinn og þá kom yfir Svein undarleg villa. Langa
stund reikaði hann um í mýrarrotunum fyrir vestan
Eitru, í gömlu Fenjamýrinni, og gekk í einlæga hringi.
Eitthvert ókennilegt kvikindi líkt og flæktist fyrir fót-
um honum. En hann átti aðra betri samfylgd, heimilis-
rakkann, og loks tók hann það ráð að siga honum og
þá var líkt og þegar ský dregur frá sólu, villan var á bak
og burt. Parna höfðu ýmsir orðið fyrir villu. þetta var
Sveinn að rifja upp þegar við gengum fram aurinn neðan
við Efstakot og ég, 6 ára óvitinn, sagði spekingslega:
„það er margt í heiminum!" Líklega var ég þá búinn að
heyra viðkvæði Bréfa-Runka: „það er margt undarlegt
í náttúrunnar ríki."
Sveinn fékkst stundum við vísnagerð en ekki ætlaða
til langra lífdaga. Eyjólfur Jónsson á Mið-Grund var um
nokkur ár mikill hjálparmaður á prestssetrinu í Holti,
einkum í fjarveru séra Jakobs sökum skólastjórnar á
Laugarvatni og annars. Að þessu vék Sveinn í vísukorni:
Eyjólfur er allt í öllu
okkar presti í ár,
ég er ekki neitt í neinu
nema að kemba hár.
40
Goðasteinn