Goðasteinn - 01.06.1983, Page 43
Sveinn stundaði löngum þá iðju á vetrum að vinna
hrosshár fyrir sig og aðra og ég sé hann enn glöggt fyrir
mér bograndi við að vinda saman hrosshárshnykilinn á
baðstofupallinum.
Sveinn sagði mér söguna af því er 9 menn fórust við
útmokstur Holtsóss í löngu liðinni tíð. Peir höfðu staðið
of tæpt á bakkanum er vatnið ruddist fram með iðukasti
og breið fylla féll niður með þá. Sveinn kunni að segja
mér frá Gunnari í Lambhúshóli sem drukknaði í Holts-
ósi laust eftir 1830. Eftir hann eignaðist Þuríður móðir
Sveins stóra rósamálaða fatakistu sem smíðuð var upp
í koffort snemma á þessari öld. Frá Sveini hafði ég einnig
fróðleik um Ólaf í Brennu sem fórst af slysi við rjúpna-
veiði inn undir Svarthömrum, lítil steinvala féll í höfuð
honum og þótti ekki einleikið.
Sagnir af þessum toga kyntu undir forvitni og fróð-
leiksþrá og samveran við Laugu, systur Sveins, fram til
1944 bætti betur í búi.
Lauga
Ylur leikur um mig þegar ég minnist Laugu. Traust, trú-
rækin, iðjusöm, hógvær, leggjandi gott til allra, þannig
geymist þessi gamla heiðurskona í huga mínum. í fá-
breyttum lífskjörum setti mild gleði hennar oft bros á
brá. Henni auðnaðist að lifa nær 84 ár með sæmilega
heilsu og umfram allt ósljófgað minni til hinstu stundar.
Mér er það mikil náðargjöf að hafa fengið að alast upp
með Laugu og eiga hana að fræðara í fulla tvo áratugi.
Af henni, framar flestum öðrum, nam ég ættfræði og
mannfræði byggðar minnar langt aftur í tímann. Ættar-
sagnir hennar urðu mér efni í heila bók. Af þeim getur
hver heilskyggn maður lært margt um það hvernig sagnir
berast frá einni kynslóð til annarrar.
Puríður móðir Laugu var fædd 1818 og var tvítug er
Goðasteinn
41