Goðasteinn - 01.06.1983, Page 46
Minnisgáfa Jóns var einstök. Tvítugur að aldri var
hann saldaus tekinn í strangt varðhald og yfirheyrslur.
A áttræðis aldri rakti hann mér spurnir og svör í réttar-
höldum líkt og rakið væri upp úr Dómsmálabók Rangár-
vallasýslu og betur þó því orðskár, ungur maður sagði
stundum hluti sem komu við kaun réttarins og voru ekki
færðir til bókar.
Jón átti sér móður sem var hafsjór af fróðleik. Hann
greindi mér sagnir frá miðri 18. öld um syni Jóns ísleifs-
sonar lögréttumanns í Selkoti undir Eyjafjöllum og virt-
ist þar ekkert fara á mis við sannindi. Með sama sann-
indablæ var það sem hann sagði mér af heimilisháttum
hjá Sigurði bónda Sigurðssyni á Raufarfelli um 1820.
Greini ég þetta aðeins sem dæmi þess hvað þessi vitri,
fróði og skrumlausi maður geymdi í huga sínum frá
löngu liðnum dögum.
Margrét á Leirum
Ég hlýt að minnast á föðursystur mína, Margréti Pórðar-
dóttur á Leirum. Enginn sem ég hef kynnst um ævina tók
henni fram í miskunnsemi, umburðarlyndi, auðmýkt og
kærleika. Hún líkt og breiddi sig út yfir alla bágstadda.
Hún kom lengi í heimsókn til frænda og vina undir Út-
fjöllum einu sinni á ári og gisti heima gestanæturnar.
Rað var hátíð að fá hana í heimsókn. Drjúgur tími fór
þá alltaf í það að tala um ættir og mannfræði. Ættin sem
Margréti kom mest við var Skógaætt. Amman, Sigríður
Einarsdóttir í Varmahlíð, var dóttir Einars Högnasonar
stúdents í Skógum og Margrét vissi góð skil þess að sú
ætt hafði búið full 300 ár í Skógum. Oft féllu orðin svo
hjá Margréti í þessum skrafræðum: „Pað er skylt okkur,
Tumi, það er af Skógaættinni!" Eennan veginn tók það
heima hjá mér að þetta hlyti að vera góð og merkileg
44
Goðasteinn