Goðasteinn - 01.06.1983, Page 48
víst aldrei í margra höndum á þessu landsvæði. í sögn-
um Steina-Jóns voru tilnefndir Jón og Gamalíel Jóns-
synir á Hrútafelli en móðurnafn þeirra þekkti Steina-
Jón ekki. Margrét nefndi þá alltaf Ernetarsyni. Steina-
Jón tilfærði orðtækið: „Flest vill Solveig mér til sæmdar
gera," mælt úti í Skógaá yfir kú sem Solveig hafði gefið
snauðum manni í nafni Ámunda. Margrét þekkti söguna
um kúna en orðtækið heimfærði hún til þess er Solveig
skartbjó barnsmóður Ámunda bónda síns undir aflausn
í Skógakirkju.
Steina-Jón greinir ekki frá framhjátöku Skógabóndans
en fyrir henni eru samtímaheimildir. Margrét frænka
mín fór þarna með rétt mál. Sannindablær er á sögnum
hennar. Þær eru nú meira en 300 ára.
Mangi í Lambhúshól
Magnús Magnússon frændi minn í Lambhúshóli var
traustur og öruggur sagnamaður, einn þeirra sem hurfu
mér með mikla, óskráða fræði. Of skamman tíma naut
ég þeirrar hamingju að fræðast af honum um fyrri daga.
Veturinn 1939 gegndi ég nokkurn tíma aukakennslu í
Vestur-Eyjafjallahreppi. Kennslustaðurinn var Lambhús
hóll og þangað komu börnin af Mýrabæjunum. Lambhús-
hóll var eitt mesta öndvegisheimili sem ég hef kynnst.
Húsmóðirin, Kristbjörg Sigurðardóttir, síglöð, gáfuð og
gestrisin, húsbóndinn, Guðni Hjálmarsson, samvalinn
henni að viti, gleði og gestrisni og þjóðhagi einn sá mesti
sem á vegi mínum hefur orðið. Ekki gat bónbetri mann
og lét hann oft sig og heimili sitt sitja á hakanum er eitt-
hvað gekk úr skorðum. Man ég að Kristbjörg sagðist
eitt sinn hafa átt spunarokk sinn í lamasessi og drógst
viðgerðin. Tók María dóttir Guðna þá rokkinn fram í
smíðahús föður síns og sagði að Steinunn í Kvíhólma
46
Goðasteinn