Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 51

Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 51
Ýmsar sagnir skráði ég eftir Magnúsi, en þó var það miklu meira sem „í huga hans hvarf með honum dán- um." Nú kenni ég um það æsku minni og fjarlægðinni sem þá var meiri rnilli Lambhúshóls og Holtshverfis en nú. Magnús átti langt og strangt dauðastríð og kom sér þá vel að eiga að nærfærnar vinarhendur Kristbjargar húsfreyju. Ég heimsótti hann í banalegunni og mér er enn minnisstætt hve það kom illa við mig, ungan og óreyndan, er gamli maðurinn spurði mig um það af fullri alvöru hvort ég sæi ekki feigðina koma í augu sín, en þá myndi stutt til langþráðrar hinstu stundar. Magnús var fæddur 1864 og dó 1943. Pennan heiðursmann og heimilið í Lambhúshóli harma ég til ævinnar enda. Þuríður í Hvammi Puríðar Jónsdóttur í Hvammi undir Eyjafjöllum hef ég áður minnst og þó engan veginn betur en svo að það gefi nema daufa hugmynd um tign hennar og gáfur. í minni hennar bjó menning tveggja alda og raunar miklu meira. Hún átti samstöðu með nöfnu sinni dóttur Snorra goða ef einhver Ari fróði hefði orðið á vegi hennar. Talsvert skráði ég af fróðleik þessarar einstæðu konu en þó var það svosem ekkert miðað við það sem hún mundi frá liðinni tíð. Ættarsagnir hennar náðu aftur um Skaftárelda 1783 og 18. aldar prestinum séra Sigurði Jónssyni í Holti undir Eyjafjöllum (1700—1778) lýsti hún svo glöggt að mér fannst ég sjá hann ljóslifandi í skipti- fjörunni í Holtsvörum eða á þeysireið um Miðskálabakka. Sögurnar voru alveg hliðstæðar við það sem samtíðar- maður og bróðursonur séra Sigurðar, séra Jón Stein- grímsson, segir um hana í ævisögu sinni. Éessi vitra og trúaða kona sá yfir lífið af háum sjónar- hóli og átti í senn umburðarlyndi og glettni er rætt var Goðasteinn 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.