Goðasteinn - 01.06.1983, Side 61
Bréf Vigfúsar á Brúnum
Brúnum undir Eyjafjöllum, 12. apríl 1930.
Hr. kennari, Holger Kjær, Askov.
Það hefur dregist lengur en ég ætlaði að ég efndi lof-
orðið sem ég gaf yður í sumar, þegar þér komuð hér, um
að skrifa yður eitthvað um barnafræðslu á mínum æsku-
árum. Ég var byrjaður að skrifa um það leiti sem Sig-
urður sonur minn skrifaði yður, en þá veiktist ég og hef
lítið getað unnið, hvorki skrifað né annað, fyrr en nú að
ég er nærri orðinn albata. Það sem ég nú skrifa býst ég
við að verði sundurleitir þankar, og bið ég yður að taka
viljann fyrir verkið.
Eins og þér sjáið, hefur Sigurður sonur minn skrifað
(hreinskrifað) bréfið. Það er hvortveggja að ég skrifa
illa og er lengi að því og svo þreytist ég að sitja lengi
við að skrifa. Er þetta því af hálfgerðum vanefnum gert
en góðum vilja ef vera mætti að það létti lítið eitt undir
hið vandasama og þýðingarmikla starf sem þér hafið
með höndum. Óska ég að yður mætti auðnast að komast
að farsælli niðurstöðu í því mikla velferðarmáli þjóð-
anna, uppeldismálinu, og að tillögur yðar, sem væntan-
lega birtast á sínum tíma, mættu verða bræðraþjóðunum
til blessunar og öðrum þjóðum til eftirbreytni.
Með mikilli virðingu og vinsemd.
Vigfús Bergsteinsson.
Ritgerð Vigfúsar
Ég var elstur af 8 systkinum og man því í rauninni betur
eftir hvernig þeim var kennt en hvernig mér var kennt,
en það ætti að koma í sama stað niður.
Goðasteinn
59