Goðasteinn - 01.06.1983, Side 67

Goðasteinn - 01.06.1983, Side 67
sem flestir unglingar urðu að fara, a. m. k. þeir sem áttu að geta orðið menn með mönnum. Faðir minn átti góða vini í Vestmannaeyjum og á heimili eins þeirra átti ég að vera til húsa. Þar var margt fólk í heimili, fullorðin hjón og uppkomin börn þeirra 6 að tölu og margt vinnu- fólk auk 10—12 sjómanna sem voru vertíðina, og var heimilið að flestu fyrirmynd góðra heimila. Parna var farið með mig eins og ég væri einn af fjölskyldunni, og þarna vaknaði hjá mér fyrir alvöru sú fróðleikslöngun sem hefur fylgt mér síðan og sem ég held að ég sé ekki alveg laus við enn, þó ég sé kominn nær sjötugu. Húsbóndinn var einn af þessum hæglátu hygginda- mönnum, sívinnandi eða lesandi þegar hann var ekki á sjónum. Þá voru brúkaðir opnir bátar og varð því ekki oft róið þó Eyjamenn væru harðfengir sjómenn þá eins og nú. Húsfreyjan var framúrskarandi dugnaðarkona sem stjórnaði öllu bæði utan húss og innan. Alltaf var lesinn húslestur á hverju kvöldi alla vertíðina hvað seint sem komið var af sjónum, og þar heyrði ég fyrst reglu- lega fagran söng, enda var einn af sonum hjónanna Jón faðir Péturs óperusöngvara. Á heimilinu var mikið af góðum bólcum, og í þeim mátti ég lesa þegar ég hafði tíma til. Á þessu heimili var ég nokkrar vertíðir, alltaf við sama sólskin og hlýju. Þegar ég nú ber saman þessi tvö heimili sem ég var kunnugastur á fyrstu 20 árum æfinnar þá er munurinn mikill, a. m. k. á yfirborðinu. Á því fyrra var lítið til af bókum. Öll aðalhugsun fólksins snerist um vinnuna. En það átti inni í sér, mér liggur við að segja, ótæmandi fróðleiks uppsprettu sem var reyndar á köflum grugguð af hjátrú og hindurvitnum, og þessi fróðleikur gekk í erfðir mann frá manni og smáhreinsaðist með aukinni þelckingu. En ef einhver vildi fá að vita meira þá varð hann að leita eitthvað annað, og það gat lánast ef lukkan var með. Á hinu heimilinu var gnægð góðra bóka og vel menntað sjálfmenntað fólk. Auk þess var þá komið Goðasteinn 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.