Goðasteinn - 01.06.1983, Page 70
nefndarmenn börnunum heima hjá sér. Börnin stungu
pappírnum í barm sinn og fóru. Böggluð urðu blöðin sem
nærri má geta, og ekki varð skriftin upp á það besta
sem á svona blöð var skrifað með allrahanda bleki og
pennum.
Sumir sóknarnefndarmenn voru alls ekki skrifandi.
Hafði þá Jón Sveinbjarnarson nóg að skrifa fyrir ekki
neitt. En brátt lagaðist þetta að noklcru. Svo var farið
að kenna á ýmsum stöðum og kennari til fenginn. Gekk
svo um hríð hér í fræðsluhéraðinu að ýmsir voru kenn-
arar, og fengu þeir að launum styrk þann er landssjóður
veitti, en fæði kennaranna urðu húsbændur barnanna að
borga og gekk það mjög skrykkjótt. Jón Sveinbjarnarson
þóttist sjá að þetta gæti ekki gengið og með lagi kom
hann því til leiðar að fæðið var borgað af sveitarsjóði.
En svo var það einu sinni á hreppsfundi að margir
hreppsbændur höfðu tekið sig saman um að mótmæla
þessu, og höfðu þeir fengið einn úr sínum flokki til þess
að vera málshefjandi og sagði hann þá meðal annars að
hann vildi ekki hafa börnin sín á sveitinni. Upp frá því
borguðu húsbændur fæðið þangað til fræðslulögin komu
í gildi. Málshefjandinn átti 3 börn við nám þegar þessi
saga gerðist, en sá sem ekkert borgaði fyrir börnin sín
upp frá þessu var málshefjandinn.
Pegar fræðslulögin komu til sögunnar, var almennur
fundur haldinn til þess að ræða um fyrirkomulag kennsl-
unnar. Maður sá sem mesta reynslu hafði fyrir sér um
barnakennslu talaði um það við flesta málsmetandi menn
hreppsins að best mundi reynast að stofna heimavistar-
skóla og voru þeir allir honum samdóma. En þegar á
fundinn kom og greiða átti atkvæði um heimavistarskó!-
ann, stóð maðurinn aleinn uppi með sitt atkvæði. Maður
sá var Jón Sveinbjarnarson sem hefur lengi spáð því að
þar að muni reka að umgangskennsla verði að víkja um
síðir, enda eru nú margir farnir að tala um það að heima-
vistarskóli sé óumflýjanlegur. Sérstaklega er það í Stóra-
68
Goðasteinn