Goðasteinn - 01.06.1983, Side 72
Sigurður Björnsson, Kvískerjum:
Ók skarni á hóla
Allir kannast við frásögn Njáls sögu af förukonunum,
sem báru fregnir af athöfnum manna á Bergþórshvoli
að Hlíðarenda, fregnum, sem áttu eftir að draga mikinn
dilk á eftir sér. Allt munu þetta þó hafa verið hversdags-
leg verk sem sagt var frá nema e. t. v. eitt; að aka skarni
á hóla. Pað virðist svo sem konunum hafi þótt það
slcrítið tiltæki og spyrja því um hvers vegna maðurinn
aki því þangað. Og þær fá svar: „Pví að þá verður þar
taða betri en annars staðar." Pví miður er ekkert sagt
um ökutækið, en hvorki hefur það verið kerra eða hjól-
börur, því slík tæki munu ekki hafa komið við sögu hér
á landi fyrr en öldum seinna. Pað má því ætla að tals-
verð fyrirhöfn hafi verið að koma skarninu einmitt á
hólana og konurnar hafi undrast þessi vinnubrögð vegna
þess.
En hvað var þetta skarn, sem maðurinn ók á hólana?
Ymsir, jafnvel lærðir menn, hafa ætlað að þetta hafi
verið skán úr fjárhúsi eða kúamykja og Njáll hafi orðið
fyrstur manna til að bera búfjáráburð á völl og auka
með því grasvöxt. Heldur mun nú vera mikið lagt upp
úr þessari sögu að álykta eftir henni að tún hafi ekki
verið hérlendis fyrr en seint á tíundu öld, (mætti m'i
raunar gera ráð fyrir ef þetta var upphafið, að þau hefðu
eklci orðið algeng fyrr en líða tók á elleftu öldina), enda
er það í beinni mótsögn við orð Flosa Pórðarsonar þegar
hann ákvað tímann til herfararinnar að Bergþórshvoli,
en þá telur hann að menn muni búnir að hirða töður
sínar seinast í ágúst (átta vikum fyrir vetur). Heyskap
70
Goðasteinn