Goðasteinn - 01.06.1983, Síða 73
hafa menn stundað mikið lengur þó tún væru þá frá.
í Grágás er líka gerður greinarmunur á engi, töðu og
akurlöndum, og jafnvel talað um að brjóta land til taðna
og akra. Orðið taða mun frá öndverðu hafa merkt það
sama og nú, hey af túni, þ. e. jörð sem borið var á.
Pað mun því alls ekki hafa verið búfjáráburður, sem
konurnar voru að segja frá, heldur allt annar, og má
vera að sá áburður hafi sérstaklega verið nefndur skarn
á ritunartíma íslendinga sagna. í fornsögunum er all
víða getið um kamra á bæjum og er varla að efa að
kamar hefur verið á Bergþórshvoli. Peir sem muna úti-
kamra, vita að úr þeim kom góður áburður svo að taða
varð betri en annars staðar, þar sem hann var borinn á,
jafnvel þó á hólum væri eða öðrum stöðum, þar sem
minnst spratt. Flestir munu hafa reynt að koma slíkum
áburði nokkuð frá íbúðarhúsum vegna lyktarinnar, en
á því kann að hafa verið nokkur vandhæfa á tíma þess-
ara sögukvenna vegna tækjaskorts og má því vera að
umhverfi þeirra hafi „angað lengi á vorin" eins og Aust-
urvöllur um aldamótin síðustu. Menn hafa varla flutt
þann áburð í laupum eins og gert mun hafa verið með
búfjáráburð.
Eins og áður er sagt, er ekkert vitað um hverslags tæki
maðurinn á Bergþórshvoli hafði til að aka skarninu á
hólana en vel getur það hafa verið betra en almennt var
til þeirra nota og var þá eðlilegt að Njáll léti aka skarn-
inu á þá staði sem minnst spruttu.
En sé sú tilgáta rétt að skarnið hafi verið komið úr
kamrinum á Bergþórshvoli, var elcki furða þó viðbrögð
Njálssona yrðu þau sem sagan greinir og að friðsemdar-
maðurinn Njáll veitti samþykki sitt til þeirra. Segja má
að vísu að orðin um taðið (taðskegglingar) bendi til ann-
ars uppruna skarnsins en hæpið er að Hallgerður hafi
notað nákvæmlega það orð þó Sigmundur notaði það og
gátu vísurnar þó vel verið þannig að menn skildu að
ekki væri átt við búfjáráburð. Vel gerðar skammavísur
Goðasteinn
71