Goðasteinn - 01.06.1983, Page 81

Goðasteinn - 01.06.1983, Page 81
að ég réði mig hjá honum, en af því varð samt ekki. Ég stundaði mjög sjó á yngri árum og hafði meðal annars verið á mörgum vertíðum í Vestmannaeyjum. þegar hér var komið, en þennan vetur var ég á togara. Pað var einhverju sinni í mars, þegar við komum inn til Reykja- víkur, að ég sá auglýsta jörð til leigu hérna í Sandvíkur- hreppnum. Hugsaði ég þá með sjálfum mér að ekki sak- aði að líta á þetta, þar sem bílfært væri austur yfir Fjall, sem ekki var þó vanalegt á þessum árstíma. Petta var jörðin Austurkot og var hún í eigu Lands- bankans á Selfossi, svo að það var Hilmar Stefánsson sem auglýsti. Ég komst austur, hitti Hilmar að máli og vildi hann þá endilega leigja mér jörðina. En hann tók fram að hún væri húsalaus og að ég yrði að byggja þar upp. Það sagðist ég aldrei gera að fara að byggja upp á jörð, sem annar ætti. Kvaðst ég þó skyldi taka jörðina, ef bankinn hjálpaði mér við að byggja, og ég fengi svo að kaupa hana, þegar ég gæti og vildi. Samþykkti Hilmar það og samdist með okkur. En jörð þessa hafði bankinn tekið upp í skuld hjá Þórði gamla í Votmúla og vildi Hilmar fyrir alla muni að ég tæki mér þarna bólfestu, því að annars mundi Þórður nytja kotið áfram fyrir ekki neitt. Fór því svo að ég gerðist þarna leiguliði, bankinn lagði til allt bvggingarefni, en ég sá um að koma húsun- um upp. Um vorið tók ég við jörðinni og ekki liðu nema þrjár vikur frá því að byrjað var á íbúðarhúsinu, þar til það var komið upp og við flutt í það. Vann ég sjálfur við smíðina ásamt Guðmundi heitnum Sæmundssyni í Eyðisandvík og gekk þetta bæði fljótt og vel. Það veitti sannarlega ekki af að byggja upp í Austurkoti, því að þá hafði jörðin verið átján ár í eyði, þótt hún væri nytjuð. Þarna fórum við svo að búa og féll vel, enda er Austurkot allgóð jörð. Fyrstu árin var ég leiguliði bankans og gengu þau sam- skipti vel og greiðlega. Svo hætti Hilmar og fluttist suður, en Einar Pálsson tók við bankastjórn hér. Það mun hafa Goðasteinn 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.