Goðasteinn - 01.06.1983, Page 82
verið um vorið 1939 að ég hitti Hilmar fyrir sunnan.
Hann segir þá við mig að ég hafi verið heldur seinn á
mér að kaupa ekki Austurkotið, meðan hann var enn
eystra. Ég kvaðst ekki kvíða neinu um viðslcipti við Einar
og mundi brátt semja við hann um kaupin. Þá var stríðið
í uppsiglingu og óvissutímar framundan, svo að líklegt
var að verðlag færi hækkandi. Fór ég því til Einars,
keypti jörðina og gekk það allt greiðlega. Bjó ég síðan
áfram í Austurkoti alla götu til 1955, er ég seldi það
Pétri Sigurðssyni og fluttist hingað á Selfoss.
Þegar þarna var komið sögu, þóttist ég sjá að hvorki
börn okkar né fósturbörn vildu taka við búskap af okk-
ur, svo að til lítils væri að búa öllu lengur og auglýsti
kotið til sölu. Pétur Sigurðsson, sem lengi hafði verið
starfsmaður Mjólkursamsölunnar og jafnframt bóndi á
Hurðarbaki í Kjós, keypti þá bæði jörð og bú og settist
þarna að. En ég reisti okkur hús hér á Fossheiði 5 og
tók að starfa við byggingavinnu.
Vann ég þá hjá ýmsum meisturum, en lengst mun ég
hafa verið með Kristni Vigfússyni. Með honum var ég
til dæmis við að byggja Sigtún eða kaupfélagsstjórahúsið
á Selfossi. Féll mér afar vel að vinna hjá Kristni, því að
hann var alltaf röskur og úrræðagóður og sérstaklega
þægilegur við starfsmenn sína. Pá var ég hjá Guðmundi
Eiríkssyni við að byggja Selfossbíó, Sigurði Elíassyni
við kaupfélagshúsið og mætti svona lengi telja. Pað mun
hafa verið sumarið 1947 sem kaupfélagshúsið var reist
og líkaði mér vel að vinna fyrir Egil Thorarensen. Hann
fylgdist vel með öllu og reyndist starfsmönnum sínum
ágætlega í hvívetna. Við þessi störf var ég, meðan ég
var enn við búskap í Austurkoti, og fékk þá menn til
að sinna heyskap og öðru heima fyrir.
Pá var það eftir að ég fluttist á Selfoss sem ég vann
árum saman hjá Guðmundi Sveinssyni og þótti þar gott
að vera. Samt hætti ég um síðir hjá honum og mest fyrir
það að strákarnir, sem stofnuðu byggingafyrirtækið Sel-
80
Goðasteinn