Goðasteinn - 01.06.1983, Síða 86
jarðbundin sál átt hlut að máli, er séra Erlendi tókst
svo að vísa rétta leið.
Þannig er það margt lítt skiljanlegt, sem fyrir ber
bæði mig og aðra. Það var til dæmis einu sinni eftir að
við vorum komin að Austurkoti, að mig dreymdi draum.
Vaknaði ég við draum þennan og segi þá strax við Lóu,
konu mína: „Jæja, þá er hann pabbi dáinn." „Hvernig
veistu það," segir hún. „Dreymdi þig þannig." „Já,“ svara
ég, „en ekkert var það þó merkilegt. Mér fannst ég vera
heima í Bakkakoti og að pabbi væri að búast til ferðar.
Hann ætlaði á Sörla sem var eftirlætishestur hans og
mikill gæðingur. Ég spyr hann þá hvert hann ætli að
fram og svaraði hann þá af bragði og sagði: „Nú ætla ég
upp að Reynifelli til að heimsækja gamla fólkið." En það
var einmitt á Reynifelli sem hann hafði alist upp og átti
þaðan margar góðar minningar. Við þetta vaknaði ég og
út frá þessum orðum hans þóttist ég vita að hann væri
dáinn. Ég frétti svo síðar hjá Guðbjörgu, systur minni,
sem var yfir honum, að á sömu stundu hefði hann skilið
við.
Að síðustu vil ég rifja upp eina sögu frá atburði, er ég
upplifði í Vestmannaeyjum. Maður gæti kannski haldið
að fólki væri nokkurn veginn sama, hvernig um það fer
eftir að það er dáið. En það er nú síður en svo og mætti
nefna mörg dæmi um slíkt úr gömlum sögum og sögn-
um. Það bar við einu sinni í Vestmannaeyjum, þar sem
ég var á mörgum vertíðum, að ég varð fyrir talsverðri
reynslu af þessu tagi. Mágur minn, sem þar átti heima,
veiktist hastarlega og var vart hugað líf. Purfti þá að
vaka yfir honum, en erfitt reyndist að fá menn til þess,
því að þetta var á hávertíðinni og mikið að gera. Pað
lenti því oft á mér að vaka, þegar aðrir fengust ekki.
Ágústa, dóttir séra Jes A. Gíslasonar, var þarna hjúkr-
unarkona. Hún segir við mig eitt kvöldið, þegar ég kom,
að ég skuli helst ekki valca einn þessa nótt hjá mann-
84
Goðasteinn