Goðasteinn - 01.06.1983, Page 101
Friðrik Guðni Pórleifsson:
Smiður góður
Þegar staka Stefáns G. „Löngum var ég læknir minn"
nam land í barnsvitund minni í öndverðu. fannst mér hún
hljóma eins og gamansöm fjarstæða. Nú, þegar ég horfi
rosknari augum á feril samtímamanna höfundarins, skil
ég að stakan hefði getað verið ort af næstum hverjum
þeirra sem var, gilti reyndar um marga þeirra sem lifa
enn í dag.
Núna, þegar sérfræðingavit þarf til að þræða nál eða
skipta um peru, getum við nútímabörn varla áttað okkur
á því hvernig þorri þessara sjálfbjarga manna fór að því
að búa sér í haginn. Þess ber þó að geta að margflókið
tæknilíf okkar er óraveg frá einföldum hversdagsnauð-
þurftum áa vorra — sem þó þurftu klæði, skæði, hús og
mat — og var þá ekki stokkið í kaupfélagið eftir hverju
sem var. Sannaðist þá á mörgum hið ofangreinda, að
löngum var hann læknir sinn o. s. frv.
Vissulega var svo þá sem nú að einstaklingar skáru
sig úr fjöldanum hvað verkkunnáttu og hæfni snerti og
í fámenninu bar ef til vill meira á afburðamanninum en
gerir nú. Og þegar til þess er horft hversu sárafátæklegir
þeir möguleikar voru, sem þessir menn höfðu til að afla
sér menntunar, vekur þar hreina furðu hvílík tækniafrek
voru á tíðum unnin við hin frumstæðustu skilyrði. Sú
skýring er nærtæk að aldirnar safni aðskiljanlegri verk-
þekkingu í einhvern sjóð og á honum er lás sem einum
og einum gefst svo að ljúka upp. Hver sá sem þeirrar
gáfu nýtur er smiður góður.
Goðasteinn
99