Goðasteinn - 01.06.1983, Page 106
Ingjaldur Sigurðsson:
Til foreldra minna
Þið haldið það sjálfsagt, herrar og frúr,
að hér eigi að flytja ræðu.
Ræðunni verður eflaust úr,
samt ef til vill nokkuð í öðrum dúr
svo orðin til fleiri næðu.
Hugur minn leitar hægt af stað
til helgra minningalunda.
Pegar ég horfi á þetta blað,
finnst mér sem leiftur leiki um það
liðinna æskustunda.
Pá glóði sólin um suðurfjöll
og söngfuglar ljóðin kváðu
en sveitin brosti og blikaði öll,
ég var sem kóngur í háreistri höll,
til himinsins turnarnir náðu.
Og pabbi var heill og hraustur þá
sem hvarvetna sýndu verkin.
Að baki sér handtök svo ótalmörg á,
svo einlæg og sönn, það var unun að sjá,
og enn sér þess víða merkin.
En gengi hann í smiðju og glæddi þar eld,
brá glampa á svipinn hans djarfa,
og stálið hamraði hann heitt fram á kveld,
en gallalaus snilldarverk gefin, ei seld,
gengu til daglegra þarfa.
104
Goðasteinn