Goðasteinn - 01.06.1983, Page 107
Einstaka maður sér ekki neitt vit í því
að elta vatn yfir læki.
Snilld í hógværð ber ofar en efstu ský.
Lausn á vanda er furðu oft fólgin í því
að finna leið eða smíða hin réttu tæki.
En úr því ég fór að yrkja ljóð
til ykkar, foreldrar mínir,
ég mæli til þín, ó, móðir góð,
sem allt gafst af hjarta í áranna sjóð.
Við elskum þig, krakkarnir þínir.
Og snjall var hann pabbi, keppinn og knár
en konan hans engu smærri,
þótt ynni í kyrrþey öll þessi ár,
örskammur gafst þá oft blundur á brár
með börnin sex — geta má nærri.
Og nú flýgur hugurinn, móðir mín,
man ég koss þinn á vanga,
mér er í hjarta myndin þín
sem Ijósgjöfull viti er logar og skín
og léttir mér daga stranga.
þó ljóðið mitt verði marklaust skraf
sem myndir á hugans tjaldi,
ég þakka af alhug guði sem gaf
kjörviði báða sem óx ég af.
Allt er í drottins valdi.
Svo líða þau flughratt lífs þíns atorkuár,
áður þig varir tekur degi að halla
og horfin að baki hlátur og saknaðartár.
Hvort þú dansar á rósum eða ferðast um fótasár
förin er jafnstutt þó taki lífdaga alla.
Goðasteinn
105