Goðasteinn - 01.06.1983, Síða 114
Anders Gíslason hafði fjórum dögum áður en hann kvong-
aðist fengið veitingu fyrir Eyvindarhólum en kandidats-
prófi í guðfræði lauk hann frá Prestaskóla íslands 1893.
Meðan hann beið eftir að hafa aldur til þess að taka
prestsvígslu stundaði hann kennslustörf í Austur-Land-
eyjum og ferðaðist um Rangárvallasýslu í verslunarerind-
um föður síns, sem starfrækti verslun í Vestmannaeyjum.
Um eins árs skeið var Jes við verslunarstörf í Hafnar-
firði.
Jes fæddist í Vestmannaeyjum 28. maí 1872. Móðir hans
var Sophie Elisabet Andersdóttir Asmundsens skipstjóra
í Vestmannaeyjum frá Arendal í Noregi en kona hans
var Ásdís Jónsdóttir af Berufjarðarströnd í Suður-Múla-
sýslu. Faðir Jes var Gísli kaupmaður og útvegsbóndi í
Vestmannaeyjum, Stefánsson bónda og stúdents í Sei-
koti hér í Austur-Eyjafjallahreppi Ólafssonar, en móðir
Stefáns var Guðlaug dóttir Stefáns prófasts Einarssonar
að Laufási við Eyjafjörð og konu hans Jórunnar Steins-
dóttur Hólabiskups. Kona Stefáns í Selkoti var Anna
Jónsdóttir frændkona Benedikts Sveinssonar föður Ein-
ars skálds Benediktssonar.
Jónshús eða Hlíðarhús eins og æskuheimili Jes nefnd-
ist var merkt heimili í sögu Vestmannaeyja. Frá því var
stundaður sjór, sóttur fugl og egg í björg, stundaður
landbúnaður, starfrækt verslun, en þrátt fyrir öll þessi
umsvif og fjölmenni í heimili tók húsmóðirin til hjúkr-
unar erlenda sjómenn og um skeið skutu þau hjón
skjólshúsi yfir dönsk sýslumannshjón. Húsmóðirin eign-
aðist fyrstu saumavélina, sem til Eyja kom, því að mað-
ur hennar, sem oft fór utan til vöruinnkaupa í keppni
við erlenda kaupmenn, flutti inn ýmsar nýjungar, t. d.
ristuspaða, hestvagn, bárujárn o. s. frv.
Um þetta merkisheimili hafa ritað Porsteinn Jónsson
í Laufási í Eyjum (Formannsæfi í Eyjum), Guðmundur
Gíslason Hagalín í æfisögu Eldeyjar-Hjalta og Jóhann
Gunnar Ólafsson í Sögu Bátaábyrgðarfélagsins.
112
Goðasteinn