Goðasteinn - 01.06.1983, Side 115
Prettán ára gamall geklc Jes inn í Latínuskólann í
Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1891.
Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu þessara prests-
hjóna, sem fluttust að Eyvindarhólum á fardögum 1896.
Pau fluttu án efa rnörg áhrif með sér frá tveimur
stórmerkum heimilum í Reykjavík og Vestmannaeyjum.
Ymsir, sem þekktu heimili þeirra hér, hafa haft orð á
því hve mörg góð áhrif bárust út frá því. Glaðsinnuð og
góðsöm voru þau Ágústa og séra Jes. Fljótlega gekk séra
Jes til atlögu við vínneyslu sveitunga sinna. Hann stóð
með þeim að stofnun Good-Temlarastúkunnar Fjalla-
blómið.
Erfiðleilcar sóknarbarna prests verða honum oft mikil
vandamál. Fátækir leiguliðar bjuggu margir við mikil
vandamál. Fjallamálin, sem hér voru um langan tíma
erfið mál, sem sóknarprestur slapp ekki við að rata í,
voru raunaleg og skildu eftir hugarangur og bágari kjör.
Skriðuföll úr Steinafjalli ollu slæmum búsifjum. Mann-
skaðinn mikli vorið 1901 varpaði sorgarskugga yfir hvert
heimili þessarar sveitar. Pung spor fyrir prest að þurfa
að ganga í nær hvert heimili sóknarinnar til þess að til-
kynna lát ástvina og færa huggun og verða sjálfur fyrir
vinarmissi.
Hér eignuðust þau hjón tvö börn, Sólveigu Soffíu, sem
enn er á lífi. Gísla, sem lifði aðeins rúma 9 mánuði og
er hér grafinn. Guðný móðir Ágústu, sem fluttist hingað
til þeirra hjóna, dó hér hjá þeim og er hér jörðuð.
Annexíu handan Jökulsár á Sólheimasandi þjónaði
séra Jes. Sökum veikinda prestsins í Mýrdalsþingum
þjónaði séra Jes austan Jökulsár á Sólheimasandi. Hon-
um voru þessar vatnaferðir erfiðar og leiðar, svo að hann
ákveðtir að sækja um Mýrdalsþing og þau eru honum
veitt 1904 og á því ári flytjast þau burtu af Eyvindar-
hólum og þá sem þau síðustu prestshjón, sem sitja stað-
inn, því skömmu síðar er Eyvindarhólaprestakall lagt
undir Holt.
Goðasteinn
113