Goðasteinn - 01.06.1983, Page 116
Okkur, sem fengum að njóta þess að dvelja í návist þess-
ara ágætu hjóna, börn þeirra, tengdabörn og barnabörn,
gleymist aldrei hlýja sú, ástúð og gleði, sem stafaði frá
sambúð þeirra. Frú Ágústa andaðist í Vestmannaeyjum
13. júní 1939 og séra Jes 6. febrúar 1961. Þau hvíla í
Landakirkjugarði.
I búi þeirra hjóna voru ýmsir góðir hlutir. Einn þess-
ara er sjö arma kertastjaki, sem við ástvinir þeirra
ákváðum að gefa hingað til Eyvindarhólakirkju. Stjak-
inn kom til þeirra frá Danmörku. Gjöf frá systur séra
Jes, Guðbjörgu. Stjakinn prýddi lengi hið unaðsríka
heimili þeirra hjóna. Frá honum hefur lýst við brúð-
kaup, skírnarathafnir, húskveðjur, veislur og á stór-
hátíðum.
Megi hann frá þessari stundu bera birtu í þessari
kirkju, sem er á þeim stað þar sem hin mætu hjón frú
Ágústa og Séra Jes stofnuðu heimili sitt hið fyrsta og
sem varð upphaf heimilislífs, sem við ástvinir þeirra
munum ávallt í minningunum sækja til birtu og yl.
114
Goðasteinn