Goðasteinn - 01.06.1983, Page 117
Eiríkur E. Sverrisson:
Kveðja til Jes A. Gíslasonar.
Flutt við brottför hans úr Mýrdal.
Oss menningarnafnið var Mýrdælum hjá
„sem málmkynjuð hljómandi bjalla,"
og vantrúar svæflunum sváfum vér á,
það sýndist að miðnætti halla.
Svo fámennt varð kristmdómsakrinum á
til umbóta sannleikans megin,
því hjörðin guðs tvístruð í haganum lá
og hirðirinn sjúkdómi sleginn.
Tveir vökumenn drottins þá buðust oss brátt,
með biskupsins „skýrteini" í höndum:
Flest umskapað gátu þeir glatað og lágt
og greitt það úr myrkranna böndum.
En hirðirinn þriðja vér þekktum af reynd,
og það sem hér varðaði mest um:
var kunnur að manngæðum, kunnur af greind;
því kosinn með ánægju af flestum.
Þó sögðum vér nokkrir: „Hvert erindi ’ann á?
hvað ætl ’onum takist að vinna?"
„Nei hingað þarf menningarfrömuð að fá.,
er framtíðarmálum vill sinna."
„Já, hérna þarf staðfestu, hagsýni, dug,
að hverju sem takmarkið lýtur,
með andlegu víðsýni, vakandi hug
og vilja sem leiðirnar brýtur."
Goðasteinn
115