Goðasteinn - 01.06.1983, Side 118
Vér sáum það brátt, þótt vort brjóst væri kalt
í byrjun, er hlýttum því ráði,
að hér var sá fenginn, er ól með sér allt,
sem ósk vor í fyrstunni þráði.
Hér menningarfrömuður mestur þú ert,
því mennta’ oss og leiðbeina vildir,
og þess sjást lengst merkin, sem þú hefir gert,
er þörf vora í hvívetna skildir.
Pín staðfesta sigraði sérhverja raun,
þótt sundrungin héti þér fáu;
er aldrei þú hugðir á lof eða laun,
að lokum það hreif menn, er sáu.
Þín hagsýni veginn í hvívetna fann,
er hinir sem ráðþrota fóru,
svo þreklundin sigraði, þolgæðið vann,
hvort joað var í smáu ’eða stóru.
þinn dugur í prestsverkum dró ekki' af sér,
til drottins þú vildir oss leiða,
þú sýndir hvar vegurinn sannleikans er,
oss sagðir að varast ,,hinn breiða".
þitt andlega víðsýni hóf okkur hátt
úr húmrökkri liðinna stunda;
í þröngsýnisfjötrum að liggja svo lágt
oss leiddist, vér hættum að blunda.
þinn vakandi hugur sá launráðin ljót,
er læðast í skugganum stundum;
með hreinskilni tókstu þeim hugrakkur mót,
og hrast þeim svo óðar 'af mundum.
116
Goðasteinn