Goðasteinn - 01.06.1983, Page 119
Þinn vilji til framkvæmda valdi það eitt
er vissi til umbóta liggja;
af kærleikans eldi var hjarta þitt heitt,
það honum réð sigurinn tryggja.
Hér guðshús og skólar og Góðtemplarlið,
þín göfugi hirðirinn minnast;
þú þýddir og byggðir og bættir þau við,
svo blómlegri’ að skilnaði finnast.
Og þegar vér eigum nú aptur að sjá
af öðrum eins kristindómshirði,
með trega vér hugsum og tárum á brá:
„Hver tekur hans umsjónar byrði"?
Þó ekki með neinu vér efumst um það,
að eptirmann trúan vér fáum,
hér menningu lúta þó óskirnar að
svo einatt hinn fyrri vér þráum.
Er skilur þú síðast við söfnuðinn hér,
til sóknar á starfsviði nýju,
vorn áunninn kærleika kynnum vér þér,
með kveðjunum þakklætishlýju.
Og hún sem þú elskar og hjálpaði þér,
sem héraðs og bæjar þíns prýði,
við minningar vorar tengd ástböndum er,
sem óskum að vel henni líði.
Fyrst kallaður héðan til ættleifðar ert,
þér auður með velgengni bætist,
já, fylgi ykkur blessun við fótmálið hvert,
svo framtíðarvonirnar rætist.
Goðasteinn
117