Goðasteinn - 01.06.1983, Page 125
Byggðasafnið í Skógum 1981
Skýrsla safnvarðar
Byggðasafnið í Skógum var að venju opið til gestamót-
töku á tímabilinu 15. maí til 15. september. Skráðir gest-
ir, fullorðnir og börn, voru samtals 5330, en alltaf skortir
nokkuð á með að allir safngestir skrái sig í gestabók og
má því ætla að gestir hafi verið nokkuð yfir 6000, sem
er svipað og undanfarin ár.
Haldið var áfram endurbyggingu íbúðarhússins frá
Holti á Síðu á árinu og var innsmíði langt komið í árs-
lok en hið ytra er eftir að setja upp trélista á timburþil
og stafna og hlaða utan að gaflveggjum og norðurvegg
hússins. Með þökk skal þess getið að safninu barst bréf
frá Siggeir Björnssyni bónda í Holti og fjölskyldu hans,
þar sem þau gefa byggðasafninu húsviðina. Petta er mik-
ilsverð gjöf því að mörgum notum máttu þessir viðir
verða.
Safnið hlaut margar aðrar gjafir góðar á árinu. Fjöl-
skylda Gísla Sveinssonar sýslumanns og konu hans, Guð-
rúnar Einarsdóttur, gáfu safninu stofuhúsgögn þeirra
hjóna frá 1914 og ýmsa minjagripi frá Vestur- og Austur-
Skaftfellingum og fleiri aðilum. Eru þeir sumir listmunir
gerðir af Ríkarði Jónssyni myndskera. Gísli Sveinsson var
víðþekktur embættismaður og forystumaður í stjórnmál-
um og sjálfstæðisbaráttu íslendinga, Guðrún kona hans
óvenju glæsileg kona og hög í höndum. Bæði settu þau
mikinn svip á umhverfi sitt. Safninu í Skógum er mikill
vegsauki að þessari gjöf, sem nú um sinn er varðveitt í
annarri stofu Holtshússins.
Goðasteinn
123