Goðasteinn - 01.06.1983, Page 126
Börn Árnýjar I. Filippusdóttur skólastjóra Húsmæðra-
skólans í Hveragerði afhentu nú safninu mikla útskorna,
kínverska kistu úr eigu hennar og fylgdi mikið og gott
handavinnusafn Árnýjar í fjölþættum hannyrðum og
handmáluðu postulíni. Árný hafði sjálf mælt svo fyrir að
þessir hlutir rynnu til byggðasafnsins. Brýna nauðsyn
ber til þess að koma upp sérsýningu til kynningar á þessu
safni og er það í athugun hjá safnverði (sbr. skýrslu
1980).
Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum (d. 1981) gaf byggða-
safninu nokkra merka muni með erfðaskrá og dýrmætt
safn skjala og bréfa. Ber þar ekki síst að nefna bréfasafn
föður hennar Vigfúsar Bergsteinssonar á Brúnum, sem
um langan aldur var mikill forystumaður í framfara- og
félagsmálum Rangæinga. Áður hafði Anna afhent byggða-
safninu til varðveislu skjalasafn ungmennafélagsins Dríf-
anda, sem var annað elsta ungmennafélag landsins. Anna
var fjölhæf lcona, vel menntuð og skáld gott.
Ólafur Ólafsson í Lindarbæ og Sigurjón Sigurðsson í
Raftholti afhentu safninu fundargerðabók og höfuðbækur
Sparisjóðs Ása- og Holtahrepps.
Ragnhildur Ágústsdóttir frá Stóra-Hofi afhenti safninu
að gjöf ýmsa muni, myndir og skjöl úr dánarbúi föður
hennar, Ágústs Guðmundssonar frá Stóra-Hofi, fyrir hönd
fjölskyldu hans og í samræmi við hans eigin vilja. I gjöf-
inni var skatthol að sögn úr búi Hannesar Finnssonar
biskups. Áður hafði Ágúst afhent safninu mikið sendi-
bréfasafn móður sinnar, Ragnhildar Jónsdóttur frá Hvoli
í Mýrdal.
Jón Vigfússon í Hafnarfirði gaf safninu nokkur gömul
handrit og gamlar bækur.
Haraldur Ólafsson bankaritari í Reykjavík hélt áfram
að bæta við mikla og dýrmæta gjöf sína til byggðasafns-
ins.
Frú Hjördís Kvaran frá Mælifelli afhenti safninu fyrir
sína hönd og systur sinnar, Jónínu Kvaran, tvær útsaum-
124
Goðasteinn