Goðasteinn - 01.06.1983, Page 128
Vestur-Skaftfellinga. Það myndi á komandi tíma auðvelda
það að halda manni í fullu ársstarfi við bvggðasafnið,
sem er alger forsenda fyrir framtíðarheill þess, og um
leið eiga þátt í að lyfta héraðsskólanum í Skógum upp
úr þeirri lægð sem þróun tímans hefur sett hann í.
Fámenn sveitarfélög byggja nú dýrar hallir félagsheim-
ila. Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu ætti að
vera vorkunnarlaust að byggja sæmilega yfir Skógasafnið,
sem er ómetanlegur fjársjóður gamallar menningar og
þarf framvegis að fylgjast með þróun tímans, eigi það
að gegna hlutverki sínu með fullum sóma. Petta er mál,
sem sýslunefndir Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafells-
sýslu þurfa að hyggja vandlega að í samstarfi og í sam-
ráði við byggðasafnsnefnd og þjóðminjavörð, Þór Magnús-
son. Endurskoðun á þjóðminjalögum stendur nú yfir og
má vænta þess að af henni leiði ný og bætt ákvæði um
stöðu byggðasafna og getu til að gegna sínu þýðingar-
mikla hlutverki við að varðveita menningararf byggðanna
í munum og minjum.
Safnvörður tók á árinu 1981 sæti í húsafriðunarnefnd
eftir tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann
ferðaðist um Vestur-Skaftafellssýslu í nóvember og sinnti
einkum athugun á smíði Ólafs Pórarinssonar í Seglbúð-
um (1768—1840). Búið er nú að ljósmynda mörg bestu
verk hans, sem er forsenda þess að hægt sé að gera grein
fyrir þeim á prenti. Brýnt verkefni þessa árs og næstu
ára er að skrá ljósmyndasafn Eggerts Guðmundssonar á
Söndum í Meðallandi (1876—1905) en ljósmyndir hans
eru dreifðar um stórt svæði.
Skógum, 27. apríl 1982.
Pórður Tómasson.
126
Goðasteinn