Goðasteinn - 01.06.1986, Qupperneq 9
áttræðu því líkur benda til að hann sé vottur um 1580 að gerningi
sem fram fór nokkru áður milli Nikulásar Björnssonar sýslumanns
á Seljalandi og konu hans Kristínar Markúsdóttur á Seljalandi,
Jónssonar.
Orðrétt segir Tómas í vitnisburðinum: „Ég var viðstaddur þann
tíð þá Árni Ásmundsson og hans kvinna Guðný, hvör nú eru í
Drottni hvíld, seldu þessa fyrr skrifaða jörð, Sanda, Einari Eyjólfs-
syni, hvörs sál Guð náði, og spurði bóndinn Einar hann að landa-
mörkum á millum greindra jarða. Svaraði Árni honum aítur að sér
hefði verið áður sagt að Sandar ættu í Sandlæk, sem þá var
rennandi, en nú síðar hefur þessi sami lækur verið kallaður Slý-
lækjarmynni.” Þessi sala hefur ekki gerst síðar en um 1590 því Árni
Ásmundsson dó 1594 að því er virðist.
Til Sandlækjar hlýtur að hafa runnið vatn ofan frá Hofsám og
Leitisá á Seljalandi. Um eða eftir 1500 hefur Markarfljót byrjað að
renna austur með Eyjafjöllum og við það hefur Sandlækur misst
vatn sitt. Kemur þetta í tíma vel heim við þjóðsögur um veru Hjalta
Magnússonar í Paradísarhelli um 1540 og farveg fljótsins neðan við
hellinn. Sandlækur ætti að hafa runnið til sjávar suður frá Nýjabæ
eða ella haft rennsli austur i Holtsós. Slýlækur verður arftaki hans,
straumlítill slýlækur í fornum farvegi. Slýlækjarmynni á við stað-
inn þar sem lækurinn rennur frá grónum bökkum fram í sand eða
ós og er það í samræmi við málvenju Eyfellinga (Djúpósamynni,
Hildalækjarmynni).
Ekki eru miklar miðaldaheimildir um Sanda varðveittar. Jörðin
var hluti af því landnámi sem Ásgeir kneif helgaði sér að sögn Land-
námu. Helst er svo að sjá sem bústaður Ásgeirs hafi verið kominn
í auðn er Landnáma var fyrst rituð snemma á 12. öld því sagt er að
hann hafi búið „þar, er nú heitir að Auðnum”. Nafnið bendir helst
til auðnar af völdum sandfoks og á skylt við bæjarheitið Sandar.
Bærinn kynni að hafa staðið á þeim slóðum þar sem Markarfljót
fellur nú fram vestan Sandalands í Seljalandstorfu, enda Seljaland
líklega fyrst selstaða frá Auðnum. í gömlum sögnum er að Auðna-
melar hafi verið vestast á gljánni austan Markarfljóts. Engu síður
kynni býlið að hafa staðið á gljánni i landi Nýjabæjar þar sem vitað
er um fornt bæjarstæði.
Goðasteinn
7