Goðasteinn - 01.06.1986, Page 22

Goðasteinn - 01.06.1986, Page 22
hana var grafinn brunnurinn Blankur og hlaðinn upp úr rótgóðum mýrarhnausum. Að honum lágu stíflur á tvo vegu. Um 1928 var hann 3 m á dýpt með mesta vatnsborði en aldrei var dýpið minna en 2 m. Þorsteinn bóndi átti að hafa grafið brunninn. Á botninn setti hann sverð sitt sem sökum útlits og fegurðar nefndist Blankur. Mikla hellu setti hann ofan á sverðið. Egill Eyjólfsson, móður- bróðir Guðjóns, ætlaði að grennslast eftir því hvort hellan væri heil en hætti við nýbyrjað verk. Maður sem með honum var, sagði að bærinn væri að brenna. Hlupu þeir þá heim en þar var ekkert óvænt að gerast. Egill átti svo ekki meira við brunninn. Ábúendur á Söndum trúðu því að þeim mun betur sem hirt væri um Blank þeim mun betri yrði afkoma þeirra. Yfirleitt var hann hreinsaður einu sinni á ári. Sagt var að höpp bæru að höndum i hvert sinn sem brunnurinn var hreinsaður. Ennfremur var sagt að Sandar myndu ekki eyðast af sandfoki meðan brunnurinn væri notaður og nafni hans uppi haldið. Nú myndi auðvelt að kanna leyndarmál Blanks í þurru túni en enginn hefur látið af því verða og búskapur blómgast nú betur á Söndum en nokkru sinni áður þótt Blankur sé horfinn. Og Minjar mannabyggðar eru á víð og dreif um Sandaland, uppi á grösum og fram um gljá. Sum þeirra hefur nútímaræktun máð út. Þorsteinshólar hurfu í Hálendutúnið upp frá Fornusöndum. Slý- lækur var umbreyttur í leirkeldu á seinni árum og sér hans engan stað. í slægjum upp frá Fornusöndum var Ólafshóll. Síðar nefndust þar Grænhólar. Skammt vestur frá Hjáleigusöndum var lítill hóll sem kallaðist Helguhóll. Hann varð fyrir áföllum af sandfoki. Sagt var að þar hefði búið kona að nafni Helga er svarti dauði gekk yfir landið. Vestantil í Sandatorfu var svonefnd Kotakelda. Á eystri bakka hennar syðst var bærinn á Helgusöndum, sem einnig nefndist oft Sandakot. Á vesturbakkanum var Kristínartóft, kenndi við einsetu- 20 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.