Goðasteinn - 01.06.1986, Page 23

Goðasteinn - 01.06.1986, Page 23
konu sem þar hafði búið. Austur af Helgusöndum er Hafliðatótt, líklega kend við Hafliða Jónsson sem bjó á Hjáleigusöndum snemma á 19. öld. Suður frá Helgusöndum er gróinn hóll sem án efa er gamalt bæjarstæði. Þar kynnu Helgusandar að hafa staðið áður. I hólnum áttu börn Helga og Guðlaugar á Helgusöndum sér leikabú og sjást enn merki þess. Upp frá Helgusöndum eru Syðri-Rot og Efri-Rot. Bæjarstæði Syðri-Rota er enn óraskað og er merk heimild um búskap síðasta bóndans. Til landnorðurs af Efri-Rotum eru Byrgisbalar austur í mýrinni. Vestur af bænum er Merkipyttur í mörkum milli Selja- landstorfu og Sandatorfu. Ambögubóndi í æsku minni heyrði ég talað um bónda sem búið hefði á Fornu- söndum fyrir ævalöngu og vissi ég aldrei hvort hann var þjóðsaga eða veruleiki. Þessi bóndi bjó sig einu sinni í ferð austur á sveitir og hafði með sér stálpað barn sitt. Barnið bjó hann í töturklæði og sokka sem ekki áttu saman í lit. Hann fór víða um með barnið, bar sig aumlega, tjáði sig vera fyrir framan hjá ekkju og svo bágt sem hann ætti þá væri það þó ekkert hjá því sem ekkjan hefði við að stríða, oft ætti hún ekki málungi matar. Margir sáu aumur á eymd- inni og heim kom bóndinn með væna byrði af mat, ull og fatnaði. Þetta var kallað að kunna að bjarga sér og í öðru lagi að láta fótinn fæða sig. Bóndinn komst ekki alltaf of vel út af við nábúa sína. Einu sinni flugust þeir á hann og bóndinn á Hjáleigusöndum. Kona Fornu- sandabóndans stóð yfir þeim á meðan átökin fóru fram. Síðar vitnaði hann til hennar í frásögn um atburðinn: „Hún heilla mín sá hvað augunum leið. Ekki sá ég það fyrir heiftinni, reiðinni og bræðinni sem í mig var hlaupin!” Bóndinn átti vaxna dóttur, vel á sig komna og réði hana um stundarsakir til nábúa. Litlu seinna fór sótt um landið og unga stúlkan dó eftir stutta legu. Næst er fundum bóndans og nábúans Goðasteinn 21

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.