Goðasteinn - 01.06.1986, Page 25
húsakynni fóru að breytast til batnaðar. Hjálmar Eiríksson bóndi
í Efri-Rotum byggði á bæ sínum myndarlegt bæjardyrahús með
brotnu þaki árið 1903. Niðri var gestastofa til hliðar við þiljaðar
bæjardyr og uppi gott geymsluloft. Þakið var járnklætt. Hjálmar
var völundur á tré og járn og athvarf margra í allri vandasmíði. Út-
skorinn veðurviti snerist á stöng uppi á smiðjuburst hans. Út-
skornar rúmfjalir prýddu allar sængur í baðstofu. Hjálmar hafði
skorið þær út og borið lit í skurðinn.
Virðing til brunabóta fór fram á bæjarhúsum í Sandhólma þann
7. október 1908. Hér skal upp tekin virðingin á Fornusöndum til
dæmis um þann húsakost sem fólk bjó þá við:
„Fornusandar. Áþúandi Guðrún Eyjólfsdóttir. 1. Bekkþaðstofa,
5 /i x 7 Vi al. þiljuð í hólf og gólf. Helmingur hennar er undir súð,
en annar helmingur hennar er með langböndum utan á sperrum.
Járnhella er á allri baðstofunni. Bekkþil er fyrir henni járnvarið,
með 1 gluggafagi. 3 rúmstæði eru í húsinu, sem er 1 árs.... 2. Bæjar-
dyr, 2 x 7 al. með sperrum,móleðrum, stoðum og langböndum
undir rapti. Standþil er fyrir húsinu með hurð á járnum. Úr húsinu
eru dyr gegnum 4 álna þykkan vegg til baðstofu, með samkyns upp-
gerslu. Húsið er 1 árs... 3. Eldhús, 3x8 al.. með sperrum, bitum,
stoðum og langböndum undir rapti. Hlóð eru í húsinu með góðum
frágangi. Húsið er gamalt... 4. Búr, 4 X 4Vi al. með sperrum,
stoðum, bitum og langböndum undir rapti. Húsið er gamalt..
Fyrir vestan baðstofuna eru bæjardyrnar og norður af þeim búr-
ið með 1 Vi ál. þykku gaflhlaði á milli, með dyrum á, 2 Vi al. á hæð,
1 Vt. al. á vídd. Fyrir vestan bæjardyrnar er eldhúsið með 3 ál.
þykkum vegg á milli, með dyrum á 2 Vi al. á hæð, 1 Vi al. á breidd.
Undir öllum húsunum eru torfveggir. Húsunum er vel við haldið.
Engin sérstök hætta stafar af neinu húsi. Vatn er við bæinn!’
Öll bæjarhúsin voru virt á kr. 173,19, baðstofan á kr. 141,19 þar
af voru baðstofuveggir og þekja aðeins kr. 5,00 í virðingu og sýnir
að vinnan var ekki mikils metin miðað við aðdrætti efnis og
hleðslu, meginverðmætið lá í viðum og þakjárni.
Heimild: Virðingabók brunabótasjóðs fyrir Vestur-Eyjafjalla-
hrepp, færð af Jóni Sveinbjarnarsyni á Ásólfsskála.
Goðasteinn
23