Goðasteinn - 01.06.1986, Side 26

Goðasteinn - 01.06.1986, Side 26
Búskapur Helgi Jónasson frá Skammadal í Mýrdal og Guðlaug Sigurðar- dóttir frá Steinum fluttu að Helgusöndum árið 1920 og bjuggu þar til 1935. Undir jörðina lágu þá Syðri-Rot og var eigandinn hinn sami að þáðum lendunum. Helgusandar voru að gömlu mati 375 álnir, Syðri-Rot 325 álnir. Jarðarafgjaldið var 5 fjórðungar af smjöri, 2 ær loðnar og lembdar og 2 gemsar og skyldi því komið út til Vestmannaeyja landsdrottni að kostnaðarlausu. Helgi tók við 12 kvíildisám við komuna á jörðina. Við brottför frá Helgusöndum hafði hann greitt landsdrottni 350 kg af smjöri og 90 sauðkindur í landskuldir. Þetta voru sömu kjör og flestir leiguliðar bjuggu þá við. Helgusandar áttu enga góða kosti til þrunns að bera, hvorki slægjur né hagbeit og hlunnindi ekki nema ef vera skyldi lítilfjörlegt leiguliðagagn af Sandafjöru. Brá Helga við slægjulandið sem hann hafði vanist um nokkur ár í Steinum og Berjaneskoti undir Eyja- fjöllum. Hann sagðist hafa borið niður á 8 stöðum er hann hóf slátt á Helgusöndum 1920 og fannst helst hvergi slægt, landið upp til hópa berjur og þýfi og hentaði betur smáslægum mönnum en stór- slægum, en allt komst þetta þó upp í vana. Fyrsta sumarið fékk Helgi af heimatakinu 13 hesta sem áttu að teljast taða. Utan túns fékkst kúahey með því einu að rekja sig í slætti eftir stararkeldum og halda heyinu sér í hirðingu. Heimatakið var girt framan bæjar með einum gaddavírsstreng á hlöðnum vörðum, ofan bæjar var skurður og girt við hann með einum gaddavírsstreng. Þetta átti að teljast griphelt en hélt að vonum ekki á sauðfé. Þau hjón færðu frá 16 ám um sumarið, 8 struku frá kvíum og nýttist ekki meira af þeim til mjólkur sumarlangt. Þau færðu frá næstu ár, mest frá 30 ám, allt til 1931. Kvíærnar mjólkuðu til jafnaðar einn pott á dag og kvíamjólkin var helmingi fitumeiri en kúamjólkin. Þetta var mesti styrkurinn við að safna í smjörgjaldið. Rjómabú var starfandi uppi við Hofsá á Seljalandi en engin tök voru á að senda rjóma þangað, leigurnar urðu að ganga fyrir öllu. Hagalömbin voru jafnan rekin inn fyrir Stórhöfða í Seljalands- heiði. Á móti hagagöngunni kom það að Seljalandsbændur sóttu 24 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.