Goðasteinn - 01.06.1986, Síða 30

Goðasteinn - 01.06.1986, Síða 30
ég svo vondur maður, Helgi minn, að þú getir ekki tekið í hendina á mér?” og jafnskjótt mættust grannarnir í ósviknu, hlýju hand- taki. Ég spurði Ingveldi Eyjólfsdóttur, sem ólst upp í Syðri-Rotum hvernig hefði verið að eiga þar heima. „Þetta var aumasta kot undir sólinni”, svaraði hún og var þá mikið sagt. Inga var tekin nýfædd í fóstur af afa sínum og ömmu, Þorleifi Eyjólfssyni og konu hans. Eyjólfur Þorleifsson, faðir Ingu, varð svo bóndi í Syðri-Rotum. Baðstofan í Rotum var hlaðin úr kekkjum. Hún var undir skar- súð og grjóthellu en veggir óþiljaðir og gólfið var moldargólf. Hlaðnir rúmbálkar voru með veggjum og skör neðan við rúm- stokkana til að tylla á fótum. Þrjú rúm voru öðrumegin, tvö hinumegin. Framan á húsinu var lítill fjögrarúðna gluggi og undir honum laglegt borð. Bæjardyr voru undir hellu og með hellulögðu góifi, sæmilega rúmgóðar. Vatn var sótt í brunn suður fyrir bæinn. Það var tært og jökul- kalt. Annar brunnur var norðan við bæinn og hjá honum var aflöng þró hlaðin úr kekkjum og í hana ausið vatni á vetrum handa fénaði þegar þörf krafði. Kartöflur spruttu illa i Rotum, garðlandið framan við bæinn var svo blautt, en gulrófur spruttu vel. Jórunn Eyjólfsdóttir, afasystir Ingu, blaðaði þær öðru hvoru og átti að gefa betri sprettu. Inga taldi það eðli gulrófunnar að spretta ekki að marki fyrr en nótt færi að dimma. Alltaf var fært frá og voru oftast um 28 ær í kvíum. Inga var fljótt látin annast um það að sitja yfir ánum og yfirleitt berfætt og sama var þegar hún var látin snúast í kringum hross við úrrekstur eða við að sækja hross í haga. Vel mundi hún eftir því þegar hún var látin sitja áhalla á hrossi í heimflutningi heys og var þá aðeins fjögra ára. Oft kom góð björg úr sjó og ósjaldan kom fiskreki á fjöru, en dagaskipti voru með fjöruvöktun. Aldrei sagðist Inga hafa verið svöng á uppvaxtarárum. 28 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.