Goðasteinn - 01.06.1986, Page 33
Jón Sigurðsson, Maríubakka:
Greiðamaður
Það var í byrjun sláttar sumarið 1916 að ég var sendur með kerru-
hest til Víkur í Mýrdal eftir vörum er eigi fengust á lestum ný-
afstöðnum en höfðu komið síðar. það er um var að ræða yrði
nálægt 300 pund að vigt, svo létt yrði á kerrunni, en þá var venja
að leggja á kerru um 400 pund, nóg fyrir flesta hesta, því vegir voru
víða slæmir og aðeins fjögur stærstu vötnin brúuð frá Vík að
Núpsvötnum.
Erindi átti ég að Kirkjubæjarklaustri. Var mér þá fengið þar bréf
til pabba frá Halldóri Jónssyni kaupmanni í Vík. Með því ég vissi
nokkuð um innihald þess þá opnaði ég það, jú, það stóð heima. í
því var tilkynning um að pabbi ætti þar nýjan fisk sem sækja yrði
hið fyrsta, því hann lægi fyrir skemmdum. Fiskurinn var að vigt um
300 pund.
Þá bjó á Kirkjubæjarklaustri Lárus Helgason alþingismaður,
alkunnur fyrir rausn og myndarskap og þó einkum fyrir greiðvikni
og hjálpsemi við þá er til hans leituðu, sem margir voru.
Nú þurfti ég endilega að koma fiskinum heim, fá mér að láni hest
og kerru. Er ég spurði Lárus kvað hann slæmt útlits með það, menn
ættu orðið laust hey, sumir talsvert, og öll áhöld komin í heyskapar-
form. Kvaðst ég þá snúa til baka og sækja heim það er með þyrfti.
Það fannst Lárusi ófært að eyða heilum degi og kvaðst sjá til hvað
hann gæti gert meðan ég kæmi í bæinn. Eftir að ég hafði fengið
bestu veitingar hjá Elínu konu Lárusar, þá kom ég þar að sem Lárus
var í óða önn að skipta um grind á annarri af kerrum sínum (ég sá
þær tvær), frá heygrind til flutningagrindar. f þeim svifum var
komið með hest og aktygi á hann sett. Kvað Lárus sér eigi að sök
koma þó hann lánaði mér þetta. Þetta er aðeins eitt dæmi um greið-
vikni þessa manns, en þar er af miklu að taka, er mun hafa átt
stóran þátt í vinsældum Lárusar, sem hvívetna átti vinum að fagna
og hver maður gat treyst. Tíðum mun Lárus hafa gert greiða og
hlotið þar af sjálfum óþægindi, jafnvel skaða og ekki tekið eyri
Goðasteinn
31