Goðasteinn - 01.06.1986, Side 40

Goðasteinn - 01.06.1986, Side 40
Jón Jónsson: Krukkspá og Kleykir í síðasta hefti Goðasteins var nokkuð fjallað um Krukkspá, og m.a. minnst á klettinn Kleyki. Ekkert er mér kunnugt um þann klett, sem var hjá Uppsölum, en klettur allmikill er á suðvesturhorni Hestgerðismúla, sem að sögn Skarphéðins Gíslasonar á Vagns- stöðum heitir þessu nafni. Við skoðuðum hann sameiginlega 1952. Læt ég hér með fylgja mynd af kletti þeim, sem svo sannarlega þer nafn með rentu. Mjög svo áhugaverð er jarðfræði hans og umhverfis, en ekki er rúm fyrir það hér. Ýmsar sagnir tengdar Krukkspá voru enn við lýði í mínu ung- dæmi og vil ég hér tilfæra nokkrar. Á Kálfafelli í Fljótshverfi er lækjarspræna vestan við bæinn, sýnilega gamli bæjarlækurinn, heitir Öská og á samkvæmt Krukkspá að taka Kálfafellsbæinn. Sögnin um Hellu á Núpsstað og Grettistakið í Kálfafellskoti er mér kunn. Þá sögn heyrði ég að Krukkur hefði spáð fyrir um Skaftárelda. Spána sjálfa hef ég ekki heyrt, en að spásögn lokinni á Krukkir að hafa bætt við: Þá vildi ekki Krukkur lifa þótt kost á ætti. Ein var sú spá að Prestsbakkakirkja ætti að fjúka út í Geirlandsá þegar þriðji presturinn væri þar jarðaður. Aðra hef ég heyrt segja, fyrsti presturinn. Líklega hefur það verið séra Páll Pálsson prófastur f. 17.5 1797 d. 11.11 1861. Móðir mín kvaðst hafa heyrt sagt að svo mikið hvass- virði hafi verið þegar jarðarförin fór fram að menn hafi verið farnir að óttast um kirkjuna. Legsteinn séra Páls er fyrir vesturgafli kirkjunnar sunnan megin og er marmaraplata á. Áletrun er nú mjög máð, en var vel læsileg þegar ég fyrst man. 38 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.