Goðasteinn - 01.06.1986, Síða 45
Haraldur Eyjólfsson,
Heiðarbrún:
Fyrsta
kirkjuferðin
mín
Það var hvítasunnudagur. Við á Bjallanum ætluðum til Skarðs-
kirkju. Hrossin stóðu tilbúin á hlaðinu, þau voru 6, en mannfólkið
7. Við Siggi urðum að tvímenna á Bleikku gömlu sem nú var með
folaldi, henni var best trúað fyrir okkur, tveimur 5 ára snáðum.
Reiðverið var mórautt gæruskinn og við bundnir á hrossið með
reiptagli. Hinir krakkarnir Kristjana, Guðríður og Finnbogi áttu
söðla eða hnakka.
Það er löng leið frá Bjalla að Skarði. Við fórum víst tímanlega
á stað, leiðin lá út hjá borgum sem eru í hrauninu ofan við Kálf-
hagann, þar sem Bjallabær er nú. Þessar borgir eru hlaðnar úr
hraunhellum. Engin spýta þar i, bara hraunhella í toppinn, þær
voru hringlaga. Þær féliu ekki í jarðskjálftunum miklu 1896, þær
fóru fyrir manna höndum. Ég held að svona borgir séu hvergi nema
í Húsagarði.
Þegar út fyrir hraunið kom tók við Heiðin. Þar við jaðarinn voru
ærhús, kölluð Heiðarhús, þar er skjólsælt og gott beitiland.
Nú var sprett úr spori þegar komið var á graslendi. Hrossin
kepptust hvert við annað. Við Siggi vorum á besta hrossinu, renni-
vökru og viljugu. Ingibjörg Jónsdóttur, ljósmóðir á Hellum taldi
Bleikku þýðasta hross sem hún hafði setið á.
Goðasteinn
43