Goðasteinn - 01.06.1986, Side 51

Goðasteinn - 01.06.1986, Side 51
sem áttu næg hey og mylkan pening í góðu standi, höfðu hana í meðallagi en hinum, sem þó allmargir væru, mátti þykja gott að skepnur lifðu af. Á þessum vetri byrjuðu hreppstjórn og hyggnir menn heyjaskoðanir snemma á þorra og aftur í góulok. Fækkuðu nú fé, þvi engin var viðkoma og mikið skorið um haustið og mjög fá lömb sett á þetta haust. Fljótt steig nú upp verð á kúm i 20 spesíur og ær urðu á 2 spesíur, sauðir, þó rýrir suðurreknir, 3 spesíur, sem urðu nú allmargir. Kauphöndlun varð enn góð og peningar lausir, en þarfir margra bægðu þeim frá að taka þá. Enn komu hér í kaupstað um 5000 tunnur matvöru. Sóttu nú Hrútfirðingar og nokkrir úr Haukadal í Höfða, en færri að norðan, því 4 skip komu í Hofs- og Grafarós og var þangað sótt norðan yfir heiðar. Þannig óx nú verslun með nýjum höndlunarhúsum, en ei varð góð eining í nágrenni þessu, þvi þeir nýju höndlarar ginntu menn með ýmsum ráðum tiJ sín og gjöfum. Það var mikil bót móti gagnsleysi kúa og sauðfjár að mat- vörunægt var og með besta verði. Vínföng entust líka vel og kaffi, sem nú fékkst á 48 sk., en með hófsemi var það brúkað, einungis handa gestum og á tillidögum. Kaupafólki var nú veitt í að fá vinnu. Tók það nú þakksamlega tólk og kindur, því smjörekla var mikil og fjórðungur 1 spesía. Höfðu menn litla eftirtekju af vinnu þessari fyrrnefndu 2 bágustu sumur. Vinnufólksekla minnkaði og kaupboð þess. Fjáreign þess þverraði og hrossaeldi að öllu” í öðrum árgangi Sunnanpóstsins, sem út kom í júlímánuði 1836, ritar Björn Ólsen á Þingeyrum grein, þar sem hann segir frá umburðarbréfi því, er Bjarni amtmaður Thorarensen sendi sínum undirsátum, dagsettu þann 28. september 1835. Þann 30. sama mánaðar ritar Bjarni Grími Jónssyni fyrrverandi amtmanni bréf, þar sem hann gerir grein fyrir efni umburðarbréfsins. Er það svo- hljóðandi: —„Háttheidradi, dygdaríki vinur. Þú færd nóga Smá- sedla frá mér en eckert Bréf ad Gagni og svo fer enn. Eg get ecki heldur sagt þér annad í Fréttum en fullkomid óár yfir allt Land og Gud giæfi þú værir nú Amtmadur í Sudur Amtinu. Eg hefi nú útgefid Dómadags Umburðarbréf og skipad Heiskodanir um gjör- vallt Umdæmi mitt og þær tvær, Haustskodun og Midsvetrar- skodun, læt Hreppstióra kiósa Skodunarmenn med sér enn Sýsslu- Goðasteinn 49

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.