Goðasteinn - 01.06.1986, Page 52
menn útnefna þá eptir þeirra tilmælum, en þá sem ei vilia gódmód-
lega fylgia Rádum Hreppstiora og Skodunarmanna med
Ásetningarnar læt ég giöra ómynduga og svo drepa nidur hia þeim,
en þetta þó ecki nema þeir séu vissir ad lenda á Sveit ef þeir fella
Fénad sinn. Um þetta þori eg nú ecki ad skrifa Stiórnarrádunum
nema, sem menn segia, undir og ofaná, því eg er hræddur um ad
þeim þyki Medicament mín heldur drastisk, en geti eg komid í veg
fyrir Mannfellir akta eg ecki Onád og Snurpur”.
Að loknu þessu, sem ég nú hefi birt, þykir mér rétt að láta koma
fram það sem Björn Ólsen á Þingeyrum ritaði og lét birta í Sunnan-
póstinum. Það hljóðar svo og hefur að yfirskrift: Innsent.
„Það er orðið alkunnugt hér nálægt og víða um landið að okkar
elskaði Amtmaður B. Thorarensen, sendi hingað til Sýslu næst-
liðið haust frammúrskarandi umburðar bréf af 28. september 1835
um ásetning hjá búendum öllum í hverjum hrepp, hvers dýrmæta
innihald og augnamið að mér sem hreppstjóra í þeim fátæka
Sveinstaða hrepp fannst strax svo merkilegt að ég með hrærðum
tilfinningum óskaði í huga mínum, að þvílíkt umburðar bréf hefði
hingað fyrri komið á þeim 26 ára tíma sem ég hefi þjónað hér í
hreppstjóra verkum og 11 með í Þorkelshóls hrepp; þá er ég vissrar
um að margt hefði betur i nefndum hreppum framfarið og fjár-
hagur fólks staðið á stöðugri fæti, því á tilteknum tíma hafa þó í
millum verið bág ár og margir komist í heyþraung, þótt ei hafi verið
eins bág sumur eins og það næstliðna, sem er það erfiðasta með
óþurrk, er fyldi grasbresti, sem ég hefi lifað og er nú á 7 tugasta
aldursári, og því tilfinnanlegri varð þessi óáran sem hún kom eftir
harðan vetur og peningafjöldi var með mesta móti, sem margir eru
tregir til að lóga á haustum, þar þorri fólks vonar eftir góðri tið.
Enn þó nú að ofannefnt umburðarbréf ekki kæmi fyrri en sagt
hefi, kom það víst á þeirri tíð sem það kom í bestar þarfir eftir áður
umgetið bágt sumar þegar allstaðar voru lítil hey eftir sumarið.
Allstaðar hér nálægt skaðlega skemmd svo ei var mögulegt fyrir
Bóndan að gétska á hvað mikið mætti á heyin setja, en allir höfðu
meiri pening enn heyum samsvaraði, en þörfin rak á eptir fyrir
mörgum að fá sem flestu afkomið.
Þegar svona stóð á, sem sagt hefi, fyrir almenningi, þótti mér góð
50
Goöasteinn