Goðasteinn - 01.06.1986, Page 55

Goðasteinn - 01.06.1986, Page 55
af heilum Rúg óbleittum. Nauðsýnlegt skal vera að allur peningur sem þetta fóður er géfið fái nóga vökvun, annað hvört af mjúkum snjó eða vatni. Svo vel hafa Vopnfyrðingar fundið reikning sinn við þetta fóður að sumir af þeim, og þar á meðal orðlagðir forstands menn skulu síðan áðurnefndann vetur árlega hafa géfið sumu af fé sínu þetta fóður, einkum lömbum, til þarmeð að spara hey sín. Ég get því ekki hikað við að biðja ykkur að gjöra þetta sem flestum kunnugt og ráða Hreppabúum yðar fremur til að leita skepnum sínum þessa lífsmeðals heldur enn nú héðanaf að skéra þær niður og gæti nokkur haft gott héraf, þó ei væri fleiri en einn eða tveir, þætti mér línum þessum vera vel varið.” Þetta hér fáheyrða hjálpar meðal var á yfrið mörgum stöðum í Húnavatns Sýslu við haft en einkanlega á þeirri hörðu útsveit næst Höndlunarstaðnum hvar þörfin var mest og hægst til Rúgsins að ná. Reyndist það fóður fullt svo áreiðanlegt sem af því var sagt og hefir frelsað frá horfalli mikinn fjölda penings, einkum sauð- fénaðar, svo höfundur þessa bréfs fór ekki á mis við þá gleði að sjá sína velgrunduðu og hollu ráðlegging verða að tilætluðum notum, enn þótt honum ei hafi hlotnast opinberlega á prenti jafnsnjallt þakklæti og fagurt hrós, því er Höfundi ennar innsendu Ritgjörðar í S.P. 2. Arg, No 7. hefir þóknast að úthluta Amtmanni Thoraren- sem fyrir hans tilgángsgóða umburðarbréf af 28da Septbr. 1835”. Ég hefi nú dregið fram nokkuð um það efni er svarar þeim spurningum er ég varpaði fram í upphafi máls míns. Ef þær vekja umræður og gagnakönnun þá er tilgangi mínum náð. Goðasteinn 53

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.