Goðasteinn - 01.06.1986, Qupperneq 57

Goðasteinn - 01.06.1986, Qupperneq 57
Þuríður Pálsdóttir, Herjólfsstöðum: Einn dagur úr ævi minni Það er 12. október 1918. Klukkan er tæpt 6 að morgni. Ég vakna við það, að þeir eru farnir að tala saman synir mínir, sem eru 5, sá elsti á sjötta ári (leiðrétt: á sjöunda ári), sá yngsti á öðru ári. Sumir vilja klæða sig, sumir biðja um pelann sinn, og svo er spurt, hvort pabbi sé kominn úr Vík. (Hann fór með 2 afsláttarhesta til Vikur og ætlaði að senda kjötið til Vestmannaeyja). Klukkan rúmt 7 eru flestir komnir á fætur og farnir til vinnu sinnar. Karlmenn 3, Bjarni bróðir minn, Magnús Sigurbergsson frá Háu-Kotey í Meðallandi. Hann var milli fermingar og tvítugs. Sigurður Sigurðsson frá Lágu-Kotey, 14 eða 15 ára. Þeir fóru að keyra út sumarmykju úr haughúsinu. Stúlkurnar voru þrjár, (leið- rétt: tvær) allt systur frá Háu-Kotey. Ein fór í fjósið að mjólka og láta út kýrnar. Ein fór að fást við eldhúsverkin, sú þriðja að hjálpa mér að klæða það, sem óklætt var af bræðrunum og búa um rúmin. Það lá vel á öllum þennan morgun. Veðrið dásamlegt og við að sjá fyrir endann á að ganga frá slátri úr um hundrað fjár, mest lömbum. Upp úr hádegi fórum við að taka eftir óvanalega miklum skruggum, sem alltaf ágerðust. Töldu víst allir, að þetta væru svona stórkostlegar skruggur. Þegar mér fannst keyra fram úr um lætin, fór ég út til Bjarna og fór að tala um, hvað þetta væru óvanaleg læti. Segir hann þá, að þetta séu bara svona stórkostlegar skruggur. Fór ég svo inn í eldhús og hélt áfram við það, sem ég var að gera. Þeir voru að moka í síðasta vagninn og tæma hann. Fóru svo með hestinn og vagninn í lygnuvik í fljótinu austan við túnið, til þess að þvo mykjuna úr vagnkassanum og sleppa hestinum. Goðasteinn 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.