Goðasteinn - 01.06.1986, Síða 58

Goðasteinn - 01.06.1986, Síða 58
Þegar þeir voru búnir að þessu, kemur Bjarni inn til okkar og segir að það sé farið að rigna ösku og að Katla sé komin austur i Skálm. Þegar ég kem út, sé ég, hvar féð er á hörku ferð heim. Við heyrðum jarmið í því, þar sem það kom í hópum heim á leið til fjár- húsanna. Kýrnar komu heim veg, voru komnar heim undir. Ég bað Manga að fara og láta inn kýrnar. Hann rekur þær inn og lokar fjós- inu, án þess að binda þær. Bjarni taldi að ekki væri víst, að okkur væri óhætt hérna í bænum og telur að við ættum að reyna að komast austur yfir fljótið. Sirri tók beizli og ætlaði að taka hross, sem voru á túninu rétt við götuna, en þegar hann kom til hrossanna, voru þau öll fæld. Þá vorum við hin komin austur að fljóti. Bjarni með yngsta drenginn berandi og leiddi þann elzta, systurn- ar báru sinn drenginn hver og ég bar fataböggul. Það voru spari- fötin bræðranna. Þau lágu á kommóðunni austur í stofu. Ég greip klút og batt utan um þau. Við vorum fyrir stuttu búin að færa einn drenginn úr blautum buxum og sokkum. Hann var uppi í baðstofu að leika sér, þegar hann var vafinn í teppi og borinn alla leið austur að Háu-Kotey. Elsti drengurinn, sem Bjarni leiddi, týndi sokk og skó af öðrum fæti á leiðinni austur að Kotey. Þegar við komum austur yfir mitt fljót, komu á móti okkur bóndinn í Sandaseli, Magnús Oddsson og vinnumaður hans, Gísli Tómasson og tóku sinn drenginn hvor. Þá var ein systirin eftir með drenginn, sem hún bar, (ekki man ég hver þeirra það var). Hún sagði að þá hefði sér fundist að hún ætlaði að hníga niður. Þegar við fórum að heiman, var jakahrönnin komin efst í bæjar- hólinn (útnorðurshornið), en þegar við vorum á austurbakkanum á fljótinu voru jakar og vatn komið í götuna vestan megin. Við héldum áfram gangandi alla leið að Háu-Kotey, þar sem við dvöldum í rúma viku. Það var margt manna saman komið það kvöld á baðstofugólfinu i Háu-Kotey, hjá Sigurbergi Einarssyni og konu hans Árnýju Eiríksdóttur. Minnisstæðastur er mér þó einn gesturinn. það var Stefán Ingimundarson á Rofabæ, hreppstjóri Meðallendinga. Hann var búinn að vera rúmliggjandi um tíma. Fólk þorði ekki annað, en að koma honum að Háu-Kotey, því að sá bær stóð hæst af bæjunum þar í kring. Ég man, þegar hann var 56 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Qulequttap nassuiaataa:
tímarit um menningarmál
Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1022-937X
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
22
Assigiiaat ilaat:
34
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
615
Saqqummersinneqarpoq:
1962-1986
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
1986
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Menning : Byggðasaga : Rangárvallasýsla
Senere udgivet som:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar: 1. hefti (01.06.1986)
https://timarit.is/issue/435500

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. hefti (01.06.1986)

Gongd: