Goðasteinn - 01.06.1986, Side 59
leiddur og studdur inn baðstofugólfið, og hjálpaði til þess að koma
honum í rúmið austan við gluggann. Hann var ekki lengi í Kotey,
áður en hann var fluttur heim til sín. Hann komst aldrei á fætur
aftur.
Ekkert man ég, hvort ég fékk skinn í skó á skólausa drenginn
minn um kvöldið eða dag eftir. Þegar við komum að Sandaseli, varð
heimilisfólkið þaðan okkur samferða austur að Kotey. Það gisti þar
um nóttina.
Ég man nú ekki, hvort ég nokkurn tíma þakkaði fólkinu, sem
mest hjálpaði þennan dag og svo marga erfiðis daga þar á eftir í
sambandi við þennan eftirminnilega dag, ef til vill aldrei upphátt,
en margoft þar sem ekki er nema sá eini sem allt heyrir.
Fólkið sem var á Söndum þennan dag, var:
Bjarni Pálsson frá Hrísnesi, nú dáinn.
Magnús Sigurbergsson Háu-Kotey, nú búsettur í Keflavík (bakari).
Sigurður Sigurðsson Lágu-Kotey, nú búsettur í Skammadal í Mýr-
dal.
Elín Sigurbergsdóttir Háu-Kotey, nú búsett í Hveragerði. Ekkja.
Júlía Sigurbergsdóttir frá Háu-Kotey, ógift, hjá systur sinni
Valgerður. (Sjá nánar athugasemd 2).
Athugasemdir:
1. Mamma sendi mér framanskráð haustið 1968. En mig misminnti
eitt sinn, að hún hefði sent það haustið 1969 og setti það ártal á
eintök, sem ég sendi systkinum mínum o.fl. Ég læt þessa getið hér,
svo að sjá megi, hvernig í málinu liggur.
2. Auk ofantaldra á Söndum 12. okt. 1918 nefndi mamma:
„Valgerður Sigurbergsdóttir frá Háu-Kotey, nú búsett Kirkjuferju-
hjáleigu í Ölfusi, ekkja”. En það var ekki rétt. Þær Valgerður og
Júlía voru sammála um það, þegar ég heimsótti þær 16/11 1968.
Það passar líka við það, sem pabbi sagði í Suðurlandi 24/5 1958.
Tvær stúlkur báru sinn drenginn hvor, þ.e. Elín og Júlía. Magnús og
Bjarni báru líka sinn hvor og Bjarni leiddi þann fimmta, eins og
áður er sagt.
Reykjavík, 22. júní 1986
Kjartan Jóhannesson.
Goðasteinn
57