Goðasteinn - 01.06.1986, Page 60

Goðasteinn - 01.06.1986, Page 60
Haraldur Matthíasson: Frá Kötlugosinu 1918 Jón Á. Gizurarson skrifar í Goðastein, 23. og 24. árg. bls. 60—61, minningar sínar frá Kötlugosinu og getur þess, að hann teldi feng að fá fleiri frásagnir um gosið og sem víðast að frá þeim sem uppi eru og sáu þessar náttúruhamfarir. Þetta varð til þess, að ég fór að rifja upp hið helzta sem ég man enn frá þessum eftirminnilega atburði. Ég ólst upp í Skarði í Eystrihrepp og því allfjarri gosstöðvunum. Ég hef því ekki frá eins miklu að segja og þeir sem nær bjuggu, svo sem undir Eyjafjöllum. Eru ýmsir atburðir frá gosinu mér þó enn í fersku minni. 12. október 1918 var laugardagur. Ég hafði um morguninn farið upp að Hlíð í heimboð ásamt móður minni og uppeldisbróður. Var hvor okkar 10 ára. Heim héldum við áliðnum degi. Að sjálfsögðu vorum við gangandi. Er um 2 stunda gangur milli bæjanna. Við vorum komin nokkru meira en hálfa leið heim þegar upp kom í landsuðri feikna mikill hvítur strókur. Við héldum fyrst að þetta væri þokuklakkur, þótt óvenju mikill væri. En brátt tóku að sjást eldingar og leiftur í stróknum og var þá sýnt að Kötlugos var hafið. Um kveldið skall öskuhríðin yfir. Varð myrkur svo mikið, að ekkert sást, en náttmyrkur gerði sitt. Margir Eystrihreppsmenn voru þá að koma úr ferð með hesta og vagna. Urðu margir að láta fyrir berast þar sem komnir voru og lágu úti um nóttina, en veður var gott, svo að engan sakaði. Faðir minn var þetta kveld staddur í Þrándarholti, sem er næsti bær við Skarð, og er allskammt milli bæjanna. Er hann hélt heim, var orðið dimmt og öskufallið dunið yfir. Sá hann að hann kæmist 58 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.