Goðasteinn - 01.06.1986, Side 64

Goðasteinn - 01.06.1986, Side 64
Kveðja til Leifs Auðunssonar á Leifsstöðum, 25. nóv. 1978 Þér gömul þakka ég kynni, þau lýstu minni sál, þú átt þar ýmislegt inni sem ekkert á skylt við tál. Við lékum svo létt á sundi um lygnur og straumaköst, við áttum flesta fundi í flaumsins tæru röst. Nú ertu í himininn hafinn, á hærra og fegurra svið, ylgeislum ástvina vafinn, þú unir við þeirra hlið. Svanni og börnin syrgja sárt maka, föður og vin. Heim þeirra hugar byrgja hlýjustu táraskin. Sorgarskýs söknuði breytir sólin, hún skin á ný, og huggun frá harmi veitir hönd guðs og blessun hlý. Frá hásölum himins fjærri heilög nú koma jól. Þú vinur munt vera þar nærri og veita i sorginni skjól. 62 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.